2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dvöl í þessum kofa sögð gera kraftaverk fyrir stressað fólk

  Þessi litli glerkofi getur gert kraftaverk ef marka má forsvarsmenn sænska verkefnisins 72 hour cabins. Verkefnið snýst um að gera fólki kleift að núllstilla sig og ná slökun með hjálp sænskrar náttúru.

   

  Kofarnir eru hannaðir með það að leiðarljósi að hjálpa fólki að slaka fullkomlega á. Forsvarsmenn verkefnisins segja að sænsk náttúra geti gert kraftaverk í baráttunni gegn stressi.

  Á vef The 72 hour cabins kemur fram að verkefnið byggi á tilraunum þar sem nokkrir einstaklingar sem vinna virkilega stressandi störf voru fengnir til að verja 72 klukkustundum í kofunum. Tilraunin leiddi í ljós að dvölin í kofunum dró verulega úr stressi og bætti líðan þátttakenda.

  Þess má geta að tilraunin var framkvæmd árið 2017 en nú getur almenningur leigt kofana, þá í þrjár nætur í senn. Verkefnið er hægt að kynna sér nánar hérna.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is