- Auglýsing -
Hönnunarfyrirtækið Dzek var stofnað af Brent Dzekciorius árið 2013. Markmið Dzek er að hanna vörur með listræna þýðingu og sameinar fyrirtækið næmni handverks og iðnaðar.
Nálgun fyrirtækisins byggir á samspili fortíðar og nútíðar og er mikil virðing borin fyrir náttúrunni og efninu sem er þróað í samvinnu við hönnuði, arkitekta og efnafræðinga. Á þann hátt er hráefni sem fellur til umbreytt í gagnlegar vörur og er sérhvert húsgagn smíðað af faglærðum iðnaðarmönnum.
- Auglýsing -
Marmoreal-línan er hönnuð í samstarfi við breska hönnuðinn Max Lamb og er drifin áfram af arkitektónískum sjónarmiðum. Frumlegt og fjölbreytt úrval vara, allt frá flísum, borðum og stólum yfir í vaska, smáhluti og fleira gert úr marmara-terrazzo.