• Orðrómur

„Ég er rosalega bleik og fékk það í gegn að mála ganginn bleikan“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í reisulegu húsi við Flókagötu búa þau Rósa Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Sverrir Arnar Diego ásamt dótturunni Theu Rós Diego og heimilisketti. Við kíktum í heimsókn til þeirra á dögunum og innlitið finnur þú í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

Íbúðin hefur að geyma fallega muni og mublur frá ólíkum tímabilum en Rósa segir þau vera hrifin af því að blanda saman hinum ýmsu stílum. „Þessi gamli stíll er þó í sérstöku uppáhaldi, með ákveðnu skandinavísku ívafi.“

Tekksímabekkinn fékk Sverrir frá kúnna, en hann starfar sem hárgreiðslumaður. Þau létu gera hann upp og bólstra og hann setur sterkan svip á stofuna. Þau eru óhrædd við að notast við liti og eru flest rými hússins máluð rólegum, köldum litatónum. „Ég er rosalega bleik og fékk það í gegn að mála ganginn bleikan,“ segir hún og brosir. „Auk þess eru gráir, bláir og fjólulitir tónar í miklu uppáhaldi.“

- Auglýsing -

Þennan tekksímabekk létu Rósa og Sverrir gera upp og bólstra.

Viðtalið í heild sinni og fleiri myndir er að finna í nýjasta Hús og híbýli.

Myndir / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -