2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Ég er þessi manneskja sem allir hringja í áður en þeir henda einhverju“

  Í fallegu húsi við Selvogsgrunn býr Dagný Berglind ásamt unnusta sínum, Davíð Rafni, og tveggja mánaða syni þeirra, Berki Atlasi.

  Dagný hefur alltaf verið umhverfissinni og reynt að starfa við það sem brýtur ekki gegn þeim hugsjónum. Hún fagnar breyttu hugarfari í samfélaginu og reynir eftir megni að draga náttúruna inn á heimilið.

  „Ég reyni eftir fremsta megni að endurnýta svo allt hérna inni kemur héðan og þaðan, af nytjamörkuðum eða frá fjölskyldu og vinum,“ segir Dagný.

  Heimili Dagnýjar prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa og híbýla.

  AUGLÝSING


  Megnið af hlutunum þeirra eru af nytjamörkuðum, sem eru flestir í uppáhaldi að sögn Dagnýjar. „Ég er þessi manneskja sem allir hringja í áður en þeir henda einhverju,“ segir hún og hlær. „Ef ég kaupi nýtt þá kaupi ég eitthvað sem endist. Eina sem við erum búin að splæsa í er rúmið okkar, Coco-Mat rúm úr Heimili og hugmyndum sem er 100% náttúrulegt og sófann sem er úr Heimahúsinu. Fyrir utan það þá er flest notað.“

  Heilsa, vellíðan og sjálfsvinna í forgrunni

  Dagný heldur úti heimasíðunni rvkritual.is sem er vellíðunarblogg og -vefverslun fyrir fagurkera stofnuð af Dagnýju og samstarfskonu hennar, fatahönnuðinum og jógakennaranum Evu Dögg Rúnarsdóttur. „Við höldum einnig reglulega fyrirlestra og vinnustofur til dæmis um hugleiðslu og djúpöndun, detoxnámskeið og fleira í þeim dúr. Okkur langaði að skapa heim þar sem heilsa, vellíðan og sjálfsvinna væri sett í listrænt og fallegt samhengi. Við erum báðar fagurkerar sem hugsum á sama tíma vel um heilsuna og umhverfið,“ segir Dagný.

  Lestu viðtalið við Dagnýju og sjáðu fleiri myndir af fallegu heimili hennar í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is