2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Einstök frönsk smekkvísi á Álftanesi – Lét drauminn rætast og flutti til Íslands.

  Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla er að finna einstaklega skemmtilegt og svolítið óvanalegt heimili þar sem franski innanhússstílistinn Caroline Cheron hefur hreiðrað um sig með fjölskyldunni en hún hannaði húsið að innan og óhætt að segja að þar séu verulega ferskir straumar í gangi. Caroline rekur búðina og vinnustúdíoið bonjour.is á Óðinsgötu.

  „Íslendingar eru á réttri leið og ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Margir sem koma til mín og þakka mér fyrir að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi inn á hönnunarsviðið og segjast orðnir svo leiðir á svörtu, hvítu og gráu.“

  Caroline vinnur mikið með óvanaleg og spennandi veggfóður sem minna oft á listaverk. Mynd: Hallur Karlsson

  „Það var margt sem heillaði mig við þetta hús sem við keyptum síðasta sumar. Í fyrsta lagi var það í því bæjarfélagi sem við vildum vera, það er innst í lokuðum botnlanga með mögnuðu 360° útsýni. Við sjáum Esjuna, Keili, Bláfjöll og ekki má gleyma Bessastöðum og sjónum. Herbergin eru stór og margir gluggar eru í húsinu sem ná nokkrir niður í gólf.“

  AUGLÝSING


  „Á hverjum degi töluðum við um landið af tilfinningaþunga og svo fórum við að grínast með það að flytja bara til Íslands. Þetta gekk svona í dágóðan tíma. Einn daginn spurði ég svo manninn minn hvort hann væri að grínast eða hvort honum væri í raun einhver alvara og þá sagðist hann alls ekki vera að grínast.“

  Börnin fengu að velja veggfóður og liti í sín herbergi. Mynd / Hallur Karlsson

  Fleiri myndir og viðtalið við Caroline Cheron má finna í heild sinni í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla. 

  Kaupa blað í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is