2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Einstök upplifunarhönnun á nýjum stað í hjarta Reykjavíkur

  Rúna Kristinsdóttir hönnuður hefur komið víða við á ferlinum og liggur bakgrunnur hennar aðallega í hönnun og útstillingum. Við hittum Rúnu nýverið á sólríkum degi þar sem hún sýndi okkur sitt nýjasta verkefni.

   

  Leifur Bistrobar er staður sem kemur til með að opna á næstunni og er skemmtileg og lífleg viðbót við veitingaflóruna í miðbænum.

  „Eigendurnir á Leif höfðu í langan tíma haft í huga að nýta lítinn garð við hliðina á hótelinu þeirra á Skólavörðuholti til stækkunar á aðstöðu fyrir starfsfólk og til að bæta við veitingaaðstöðuna á hótelinu. Í kjölfarið varð þessi hugmynd um veitingastaðinn til. Helgi Hjálmarsson arkitekt hjálpaði okkur svo að gera drauminn að veruleika,“ segir Rúna.

  Mynd / Hákon Davíð

  AUGLÝSING


  Hún segist hafa leitast eftir að skapa afslappaða og notalega stemningu á þessum nýja stað.

  „Ég leitast við að blanda saman ólíkum efnum; borðum með háglansáferð og svörtu og hvítu gólfinu ásamt plöntum og flaueli. Þegar þetta kemur allt heim og saman ásamt myndlist í bland verður útkoman hlýleg.“

  Leifur Bistrobar opnar á næstunni.

  Lestu meira um þennan nýja og spennandi stað og sjáðu fleiri myndir í 7. tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is