Einstök útsýnisperla við Gálgahraun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Við heimsóttum fallegt hús sem stendur við Gálgahraun í Garðabæ en húsið hefur tekið miklum breytingum síðasta áratuginn.

 

Það var arkitektastofan Gláma•Kím sem sá um að hanna viðbyggingu við húsið auk breytinga að innan árið 2003. Húsið var síðan tekið í gegn að nýju 2018-2019 og var það innanhússhönnuðurinn Dóra Björk Magnúsdóttir sem sá um verkið í góðu samstarfi við eigendur hússins. Dóra stofnaði jafnframt Dvelja hönnunarhús snemma árs 2019 en fyrirtækið býður upp á fjölbreytta fagþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Húsið var byggt árið 1965 en var endurbætt og stækkað á árunum 2003-2004.  Það er nú 260 fermetrar að stærð og tími var kominn á algjöra yfirhalningu innanhúss. „Það var ekki hægt að líta fram hjá þessari einstöku staðsetningu og stórum gluggum með útsýni út á Gálgahraunið þegar kom að því að fá innblástur í hönnunina,“ útskýrir Dóra.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Leitast var eftir því að draga náttúruna inn í vali á gólfefnum og innréttingum í bland við einstakan ítalskan marmara frá Granítsmiðjunni. „Eigendur hússins höfðu sínar skoðanir á vali á gólfefni þar sem þau höfðu áður brennt sig á viðkvæmum efnum. Því urðu flísar fyrir valinu í allt húsið en mýktin er dregin inn með mottum, hlýlegri lýsingu og gardínum upp í loft.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Ákvörðun var tekin um að nota sama viðinn í innréttingum út í gegn og við kolféllum fyrir dökkreyktri eik og voru allar innréttingar smíðaðar af snillingunum hjá DK húsgagni,“ bætir Dóra við.

„Þetta fallega hús við hraunið skilur bæði eigendur og hönnuð eftir mjög sátt með útkomuna…“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Stórar, einfaldar flísar vega upp á móti gráum svipmiklum marmaravaski og borðplötu sem tónar einstaklega vel við reyktu eikarinnréttinguna, sem nær í gegnum húsið. „Verkefnið var mjög skemmtilegt og alls kyns áskoranir sem við þurftum að leysa, eins og að auka skápapláss sem og að búa til leynihurðina inn á gestabaðherbergið. Þetta fallega hús við hraunið skilur bæði eigendur og hönnuð eftir mjög sátt með útkomuna og mun það vonandi koma til með að standast tímans tönn,“ segir Dóra jafnframt.

Hægt er að sjá innlitið í heild sinni í 5. tbl. Húsa og híbýla.
Kaupa blað í vefverslun

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -