2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Eitt elsta timburhús Akureyrar

  Í Innbænum á Akureyri eru mörg af elstu húsum bæjarins, flest byggð á árunum 1800-1900. Leið blaðamanns lá til Akureyrar en borist hafði ábending um að áhugavert væri að líta inn í eitt þessara elstu timburhúsa bæjarins, byggt árið 1840. Húsið hefur verið endurbyggt í upprunalegri mynd.

   

  Þar búa hjónin Hallgrímur Þór Indriðason og Kristín Aðalsteinsdóttir. Húsið þeirra stendur á stórri lóð en það er rúmlega 200 fermetrar fyrir utan bílskúr og er friðað í B-flokki árið 1978, samkvæmt þjóðminjalögum. Við settumst niður með hjónunum og spjölluðum um söguna sem húsið hefur að geyma.

  Mynd / Auðunn Níelsson

  Húsið er ein hæð með háu risi á lágum steinhlöðnum sökkli. Þegar Hallgrímur og Kristín keyptu húsið var það klætt steinblikki en er nú klætt listasúð. Fallegur garður er umhverfis húsið með miklum gróðri og háum trjám en elstu lerkitré landsins er að finna í garðinum. Hallgrímur er fæddur og uppalinn í Aðalstrætinu en fjölskylda hans bjó í þremur húsum í götunni.

  AUGLÝSING


  „Ég hafði verið hér allt um kring þegar ég var barn og ber sterkar tilfinningar til Innbæjarins en margt er breytt. Ekkert hefur haft jafn afgerandi áhrif á mannlífið í Innbænum eftir 1970 og lagning Eyjafjarðarbrautar vestari og bygging Leiruvegar um ósa Eyjafjarðarár. Þessar leiðir breyttu Aðalstrætinu úr þjóðbraut í friðsæla íbúðagötu.“

  Mynd / Auðunn Níelsson

  Mynd / Auðunn Níelsson

  Á árunum 1862-1910 átti Jón Chr. Stephánsson húsið, fyrst með fyrri konu sinni Þorgerði Björnsdóttur (d. 1879) en nokkru síðar með seinni konu sinni, Jónu Kristjönu Magnúsdóttur sem hann kvæntist 1881.

  Jón tók að sér að rækta trjáplöntur fyrir Norðuramtið, eins og sýslan hét. Jóna Kristjana var mikil ræktunarkona. Hér í  garðinum eru enn lerkitré sem eru frá ræktunartíma þeirra hjóna, sennilega þau elstu á Íslandi, en þeim var plantað fyrir aldamótin 1900. Við höfum fellt tvö þessara gömlu lerkitrjáa og notað þau í húsgögn og innréttingar. Þengil Valdimarsson hjá Trésmiðjunni Ými sérsmíðaði allar innréttingar í húsið og Hólmsteinn Snædal trésmíðameistari smíðaði nýjan stiga upp á efri hæðina og innréttaði annað bókaherbergið.

  Birtan lék um rýmið þar sem við sátum í sólstofunni. Útsýnið var ekki af verri endanum, við blasir Vaðlaheiðin og Leirutjörnin með öllu sínu fuglalífi. Hér er gróðursælt en efri hluti lóðarinnar er að mestu skógur.

  Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í jólablaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is