2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ekki kallaður Vala Matt af vinum að ástæðulausu

  Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla skoðum við áhugaverð sumarhús, meðal annars 115 fermetra glæsibústað í Grímsnesinu sem er í eigu hjónanna Engilberts Hafsteinssonar og Júlíönu Jónsdóttur.

   

  Innanhússhönnunin er afar hlýleg og nútímaleg. „Ég hef mikinn áhuga á hönnun vill vera með fingurna í öllu og það er því kannski ekki að ástæðulausu að vinir mínir kalli mig stundum Völu Matt,“ segir Engilebert, kallaður Betti, og hlær og augljóst að hann er ánægður með nafnbótina.

  „Ég vildi að innanhússhönnunin gæfi til kynna sveit og sumarbústað út á landi.“

  „Ég hafði ákveðnar hugmyndir en ég fékk hana Grímu Björg Thorarensen innanhússarkitekt til að vera mér innan handar og það var ýmislegt sem hún hjálpaði mér með. Við köstuðum oft á milli okkar hugmyndum, hún benti mér til dæmis á að ég væri of einsleitur í efnis- og litavali á ákveðum tímapunkti og kom í framhaldinu með hugmyndina að steinaborðplötunni til að brjóta upp. Ég ákvað að hafa vegggina gráa og nota brúna tóna með því ég vildi ekki að bústaðurinn yrði eins og venjulegt heimili. Ég vildi að innanhússhönnunin gæfi til kynna sveit og sumarbústað út á landi en samt á nútímalegan hátt í takt við stíl hússins.“

  Gráir og brúnir tónar ráða ríkjum í bústaðnum.

  AUGLÝSING


  Lestu viðtalið við Betta í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í 7. tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Sjá einnig: Suðræn og sumarleg stemmning í nýju blaði Húsa og híbýla

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is