Það er óhætt að segja að 305 Fitness-líkamsræktarstöðin í New York sé engin venjuleg líkamsræktarstöð.
Húsakynni líkamsræktarstöðva eru oftast ekki mikið fyrir augað. En New York-útibú 305 Fitness-líkamsræktarkeðjunnar er svo sannarlega undantekning frá því. Þar ráða tískustraumar frá níunda áratug 20. aldar ríkjum.
Skærir litir og skemmtileg 80‘s-form setja sterkan svip á stöðina. Þetta hefur orðið til þess að 305 Fitness hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum þar sem mörgum þykir ómissandi að mynda hvern krók og kima og deila svo myndunum á samfélagsmiðlum.
Hönnuðurinn Sasha Bikoff sá um innanhússhönnunina. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Sasha hefur deilt á Instagram.