Fagurkerinn og smartpían Marentza hefur búið í sama húsinu í 53 ár

Marentza Poulsen töfrar fram jól fyrir Hús og híbýli.

Það er í nógu að snúast hjá Marentzu og nú er að ganga í garð eftirlætistími hennar, jólin.

Í fallegu húsi í Vesturbænum býr matgæðingurinn Marentza ásamt manni sínum, Herði Hilmissyni. Þau fluttu upphaflega inn í húsið árið 1964 en hafa í gegnum tíðina smám saman verið að sameina húsið sem áður voru þrjár íbúðir.

Marentza á og rekur kaffi- og veitingahúsið Flóruna Café Bistro í Grasagarðinum, Laugardal, ásamt kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Það er í nógu að snúast hjá Marentzu og nú er að ganga í garð eftirlætistími hennar en að hennar sögn er hún mikið jólabarn.

Fallegt blágrenið og rósailmur tók á á móti okkur þegar við gengum inn í bjarta stofuna en Martenzta var búin að skreyta jólatréð með lifandi rósum. Við gæddum okkur á tíu dropum og konfekti á meðan við spjölluðum saman um ástríðu hennar á heimilinu og hvernig það spilar að miklu leyti inn í matargerðina en Marentza er þekkt fyrir fallegan og bragðgóðan mat.

Við gæddum okkur á tíu dropum og konfekti á meðan við spjölluðum saman um ástríðu hennar á heimilinu og hvernig það spilar að miklu leyti inn í matargerðina en Marentza er þekkt fyrir fallegan og bragðgóðan mat.

AUGLÝSING


Innlitið til Marentzu má sjá í heild sinni í jólablaði Húsa og híbýla sem fæst á öllum sölustöðum til 14. desember 2017.

Marentza og Hörður fluttu upphaflega inn í húsið árið 1964 og hafa því búið í því í 53 ár.

Höfundur / María Erla Kjartansdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is