Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Faldar perlur – Sjarmerandi kaffihús víðsvegar um landið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjarmerandi kaffihús má finna víðsvegar um landið. Hér eru nokkur sem við höfum heimsótt.

 

Fischerman café á Suðureyri

Sjarmaþorpið Suðureyri við Súgandafjörð er einn friðsælasti staður á Íslandi. Lítið sjávarþorp staðsett á 66°N en Sjóklæðagerðin á einmitt upphaf sitt að rekja til Suðureyrar. Þarna er frábær útisundlaug og kaffihúsið Fischerman café þar sem notalegt er að setjast niður með kaffibolla eða bjórkrús ef bændur eru á þeim buxunum.

Fischerman café

Simbahöllin á Þingeyri

Einstaklega fallegt kaffihús þar sem sveitasjarminn svífur yfir heitu súkkulaði og nýbökuðum belgískum vöfflum með rjóma. Simbahöllin er fallegt norskt katalog-hús sem kaupmaðurinn á Þingeyri flutti inn fyrir um hundrað árum síðan. Húsið hafði staðið autt og átti að rífa það þegar erlent par heillaðist af því, keypti það og gerði upp. Núna blómstrar þessi höll á Þingeyri og laðar að ferðamenn sem verða ekki sviknir af fegurð hússins og ljúffengum veitingum.

Simbahöllin 

Skyrgerðin heldur í skyrhefðir

- Auglýsing -

Skyrgerðin í Hveragerði er í gömlu húsi þar í bæ sem var upphaflega reist sem þinghús héraðsins og fyrsta skyrgerð landsins. Núna hýsir þetta sjarmahús gistihús, veitingastað og kaffihús þar sem haldið er í gamlar hefðir og skyr notað í hina ýmsu rétti og kökur.

Skyrgerðin

Litlibær – pínulítil krúttbær

Þetta pínulitla kaffihús er staðsett í Skötufirði. Bærinn var reistur árið 1895 af tveimur fjölskyldum sem bjuggu hvor í sínum hluta hússins. Þarna er notalegt að stoppa og gæða sér á nýbökuðum vöfflum og mjög góðum kaffidropum en staðurinn er þekktur fyrir sitt góða kaffi. Litlibær hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1999. Ekki bruna fram hjá þessu krúttlega kaffihúsi ef þú ætlar á Vestfirði.

Litlibær

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -