• Orðrómur

Fann ég á fjalli fallega steina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í fyrrasumar gekk ég á Drápuhlíðarfjall rétt hjá Stykkishólmi sem er kannski ekki í frásögur færandi nema af því að sjaldan hef ég heillast jafnmikið af litríki steina og á þessari göngu. Fjallið er 527 metrar að hæð og mestur hluti bergsins er líparít og basalt en auk þess er að finna surtarbrand, blágrýti, steingerða trjáboli og ýmsa fallega steina sem auðvelt er að dáleiðast af. Um miðja 20. öldina var grjóttaka bönnuð enda var þá gífurlega vinsælt að hlaða Drápuhlíðargrjóti á arna og veggi og í dag eru hús með slíkum veggjum eftirsótt. En það er eitthvað virkilega sjarmerandi við þessa tísku og þá ekki bara út frá fagurfræðilegu gildi heldur líka vegna þess að flestir sóttu grjótið sjálfir. Það eru því mörg börn og fullorðnir líka sem eiga góðar minningar um bílferð upp á Snæfellsnes með nesti og kakó í brúsa til að leita að fallegum steinum á fjalli til að gera heimilið smart.

Ég á svona minningar en þó ekki úr Drápuhlíðarfjalli heldur úr Borgarfirði því þegar kom að minni fjölskyldu að hlaða grjótarinn var búið að friða steinana í fallega fjallinu og þess vegna var okkar arinn töluvert dekkri enda önnur bergtegund í Borgarfirði. Þegar ég var búin að finna nokkra slétta steina og setja ofan í skúringafötu þurftum við krakkarnir að rogast með fenginn til pabba sem dæmdi hvort grjótið væri nógu slétt. Best þótti honum ef steinarnir voru með fallegum litbrigðum og æðum, þetta var því mjög spennandi verkefni og hjartað tók kipp ef pabbi var ánægður og einhver steinninn í fötunni lenti í úrvalsdeild arinsteina og var tekinn með í bæinn. Þessar ferðir urðu nokkrar enda pabbi þekktur fyrir að vanda til verka og hann tók sér tíma í að púsla grjótinu á veggnum saman. Þegar hann var stopp, af því að það vantaði réttan stein, þá var öllu liðinu hent út í litla gula Fíatinn og Hvalfjörðurinn þræddur með okkur beltislausu börnunum aftur í. Þetta var skemmtilegt ævintýri og hver steinn í arninum minnir á þennan tíma, sögu fjölskyldunnar. Við fluttum úr þessu húsi þegar ég var 18 ára og erfiðast var að kveðja arininn.

- Auglýsing -

Forsíðumyndin á blaðinu er af heimili Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri en Anna hefur lagt mikla vinnu í heimilið og það var einstaklega gaman að spjalla við hana enda reyndur innanhússhönnuður og mannfræðingur, skemmtileg blanda. Hún hafði margt áhugavert að segja sem lesa má um í viðtalinu en það vakti athygli mína að hún talaði einmitt um að heimili ætti að vera saga hverrar fjölskyldu. Fallegur hlutur, sem keyptur er í fríi í Tyrklandi, mun hafa tilfinningalegt gildi um ferðina og stundirnar sem fjölskyldan varði saman. Um daginn gekk ég fram hjá æskuheimilinu og viðurkenni að hjartað fór að slá örar þegar ég leit inn og við mér blasti arinninn í öllu sínu veldi nákvæmlega eins og við höfðum skilið við hann. Ég fylltist þakklæti til fólksins sem hefur búið í húsinu í öll þessi ár og leyft honum að standa. Pabbi hafði einmitt kennt mér í þessu arinævintýri mikilvægi þess að vanda til verka og velja fremur krókinn en kelduna. En þá rifjaðist líka upp fyrir mér hversu fúl og svekkt ég var oft yfir því hvað hann stoppaði sjaldan í sjoppunni í botni Hvalfjarðar. Það er skemmst frá því að segja að arininn stendur enn sem minnisvarði fjölskyldunnar en sjoppan er löngu farin.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hamingja og hægeldun

Leiðari út 2 tbl. Gestgjafans.Allmörg ár hefur þemað í öðru tölublaði Gestgjafans verið svokallaður vetrarmatur enda febrúar...

Nýtt í dag

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -