2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn: „Allt þess virði þegar útkoman lítur dagsins ljós“

  Fanney Ingvarsdóttir bloggari á Trendnet.is og ungfrú Ísland árið 2010 og kærasti hennar, Teitur Páll Reynisson, hafa verið að taka íbúð sína í gegn undanfarna mánuði.

  Íbúðina keyptu þau í lok árs 2018, en um er að ræða 126 fm fimm herbergja íbúð í Garðabæ, sem samanstendur af stofu, borðstofu, þremur svefnherbergjum, eldhúsi, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu.

  Fanney hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram og Trendnet.is að fylgjast með öllum framkvæmdum, en eins og hún segir þá keyptu þau íbúðina með miklar breytingar í huga.

  „Við keyptum íbúðina með miklar breytingar í huga og núna (bráðum 9 mánuðum síðar) get ég loks sagt að verkinu sé að ljúka! Íbúðin er sumsé loksins farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi! Vinna að baki sem hefur kostað dass af þolinmæði og þrautseigju en allt þess virði þegar útkoman lítur dagsins ljós!“

  Í fyrstu færslu Fanneyjar má sjá hvernig íbúin leit út þegar þau keyptu hana.

  AUGLÝSING


  Parið hófst síðan handa við að sparsla og mála alla íbúðina, lakka eldhúsinnréttinguna og forstofuskápinn. Parketið var einnig pússað niður og lakkað.

  View this post on Instagram

  Voilà! Fallega eldhúsið okkar fyrir og eftir breytingar. 🏠 Sama innrétting sem við lökkuðum sjálf í svörtu möttu lakki og létum húða höldurnar. 😻 Við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. 🙌 Ítarleg færsla um þessa framkvæmd er væntanleg inn á @trendnetis von bráðar þar sem ég mun fara yfir ferlið skref fyrir skref og svara í leiðinni öllum ykkar fyrirspurnum sem mér hafa borist varðandi þessa framkvæmd. Ég ætla að nýta tækifærið og afsaka það að ég á eftir að svara allt of mörgum ykkar varðandi þetta, en ég held utan um allar fyrirspurnirnar og mun svara þeim í færslunni. ☺️🙌 Ps. hunsið ljósin, ljósamission er næst á dagskrá en það hefur mætt afgangi og undirrituð gat ekki beðið lengur með að birta myndir. 🙊🙈

  A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on

  View this post on Instagram

  Eldhúskrókur fyrir og eftir. 🙌🏠

  A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on

  Baðherbergið var einnig tekið í gegn, herbergi dóttur þeirra og hurðirnar í allri íbúðinni.

  Allar færslur Fanneyjar um framkvæmdirnar má lesa hér á Trendnet.is.

  View this post on Instagram

  💫💫💫

  A post shared by Fanney Ingvarsdóttir (@fanneyingvars) on

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is