2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fékk hlébarðastyttuna gefins frá ókunnugri konu

  Í snoturri íbúð í miðbæ Reykjavíkur býr Vaka Alfreðsdóttir ásamt kærasta sínum Ragnari Raul Cardona. Vaka hefur alla tíð búið í miðbænum og starfar í dag í fataversluninni Spúútnik.

  Íbúðin er ekki stór í sniðum en með útsjónarsemi og næmu auga fyrir smáatriðum hafa þau náð að nýta hvern fermetra einstaklega vel þar sem fallegir litir, plöntur og vel valdar mublur eiga sinn stað.

  Íbúðin er vel skipulögð og fær hvert smáatriði að njóta sín vel. Plöntur, bækur og falleg verk er að finna víða.

  Húsgögn og stofustáss koma úr ýmsum áttum. Vaka eignaðist til að mynda hlébarðastyttuna í stofunni þegar ókunnug kona gekk inn í vinnuna til hennar og spurði hvort hún vildi ekki eiga þessa styttu því hún tímdi ekki að henda henni. „Þetta var einmitt um það leyti sem við fengum íbúðina afhenta og var hann í raun fyrsta innflutningsgjöfin okkar,“ segir hún brosandi.

  AUGLÝSING


  Styttan tekur sig vel út neðst í hillunni. Mynd / Hákon Davíð

  Vaka er afar hlynnt umhverfissjónarmiðum og kýs alltaf að kaupa notuð föt eða hluti sé það möguleiki. Henni finnst neysluvenjur fólks hafa farið batnandi á undanförnum árum þegar kemur að heimilinu og fatnaði. „Fólk er meira farið að selja og kaupa notað sem er mjög jákvætt.“

  5. tölublað Húsa og híbýla

  Innlitið í heild sinni finnur þú í nýjasta blaði Húsa og híbýla.

  Kaupa blað í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is