2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ferðagleði innanlands

  Íslendingar hafa verið hvattir til þess að ferðast innanlands í sumar og hefur áhuginn strax vaxið til muna. Við státum af merkilegu umhverfi og erum í miklu í návígi við hreina náttúru. Ótal gönguleiðir er að finna um allt land, fossar spretta úr hraunjöðrum víðast hvar á landinu og má segja að orka íslenskrar náttúru eigi sér enga hliðstæðu.

  Sumarbústaðir landsmanna eru af öllum stærðum og gerðum og munu ferðaglaðir Íslendingar eflaust sjá til þess að þeir standi ekki auðir í sumar.

  Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir sumarhúsið, bæði innan- og utanhúss en fólk er yfirleitt frjálslegra í lita- og húsgagnavali þegar kemur að bústöðum.

  Gamall hefilbekkur er hér notaður sem eldhúseyja í fallegu sumarhúsi undir Brekkufjalli.

  AUGLÝSING


  Eldhúsinnréttingin er úr IKEA og hillurnar eru sérsmíðaðar úr borðplötum sem einnig eru þaðan.

  Gamall, notalegur hægindastóll sem fær nýtt hlutverk í sumarhúsinu.

  Stíllinn hér er grófur og á sama tíma hlýlegur. Borðstofuborðið var upphaflega úti á palli þegar húsið var keypt en hefur nú fengið fastan stað innandyra.

  Sófaborðið er gert úr stórri spýtu sem fannst veðruð úti í skurði. Glaðlegir litir í bland við náttúruna kemur vel út.

  Myndir / Ljósmyndarar Birtíngs

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is