• Orðrómur

Ferðalag á milli veruleika

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndlistarkonan Kristín Morthens opnaði einkasýninguna Gegnumtrekkur þann 6. mars í
galleríinu Þulu. Frásagnir af „nánd, aðskilnaði og mörkum“ eru rauður þráður í málverkum Kristínar eins og segir í tilkynningu frá Þulu. Þar segir að formin í verkum Kristínar hagi sér eins og persónur sem ýmist fljóta, sökkva, teygja sig eða togast á.

Kristín segir titil sýningarinnar vera vísun í myndlíkingu fyrir ferðalag úr einum heimi yfir í annan. „Gegnumtrekkur er afleiðing náttúruafla sem er hversdagsleg uppákoma í okkar daglega lífi. Mér fannst spennandi að taka eitthvað svo algengt og saklaust úr eðlisfræðinni en þenja það út í flóknara fyrirbrigði svo sem víddarflakk eða ferðalag milli veruleika,“ segir Kristín.

Í málverkunum notast Kristín við efni eins og olíumálningu, sand, kol og pastelliti. Í verkum hennar mætast miklar andstæður, bæði hvað efni varðar og liti. Sýningin Gegnumtrekkur stendur yfir til 28. mars.

- Auglýsing -

Gallerí Þula er á Hjartatorgi, gengið er inn frá Laugavegi.

Gegnumtrekkur. 190x220cm. Olía, sandur, þurrpastel, blek og kol á hör.

Mynd / Isabella Henao

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -