• Orðrómur

Ferskt og sumarlegt blað Húsa og híbýla er komið út

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sumarið er komið og þar með sumarhúsablað Húsa og híbýla sem er stútfullt af fjölbreyttum og fallegum heimilum úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu.

Hús teiknað af STÁSS Arkitektum. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Forsíðuinnlitið er heilsárshús í Biskupstungum, hannað af STÁSS Arkitektum, þeim Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur. Húsið var byggt inni í skemmu í Hafnarfirði og síðar flutt austur í fjórum einingum. Einstakt hús þar sem hugað er að hverju smáatriði.

- Auglýsing -

Ævintýralegt í Eilífsdal. Mynd/ Hallur Karlsson

Við heimsóttum jafnframt heimili og sumarhús Helen Hannesdóttur og Guðmundar Arnar Magnússonar. Þau búa á fallegum stað í Norðurmýrinni og hafa síðustu ár verið að byggja upp ævintýralegt sumarhús í Eilífsdal.

Snoturt í Skorradal. Mynd/ Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir og Ómar Örn Helgason eiga snoturt sumarhús í Skorradalnum sem þau keyptu í byrjun árs. Bústaðinn keyptu þau með innbúinu og hafa þau lagt mikla áherslu á að nýta það sem fyrir var og er útkoman smart þar sem gamlir munir í nýjum búningi eru í aðalhlutverki.

Sara Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi hönnuður sem býr í töff íbúð í Vesturbænum. Hún hefur komið víða við í hönnunarsenunni á Íslandi og hefur til að mynda hannað öll útibú Brauð og co. Stíll Söru er öðruvísi og fá munir allsstaðar að sinn stað í íbúðinni.

Heima hjá Söru Jónsdóttur. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Listval opnaði nýtt sýningarrými á dögunum úti á Granda. Það eru þær Elísabet Alma Svendsen og Helga Kjerúlf sem standa þar á bak við en Listval sérhæfir sig í ráðgjöf og vali á myndlist fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í nýja sýningarrýminu geta listunnendur nú komið og skoðað og keypt fjölbreytta myndlist.

Nýtt sýningarrými Listvals. Mynd/ Hallur Karlsson

Póstkortið sem fylgir með blaðinu er eftir listamanninn Baldur Helgason. Hann lýsir sér sem fígúratívum myndlistarmanni sem vinnur mest með olíu á léreft. Verkið er af Hulduveru sem birtist honum í draumi en innblásturinn segir hann koma úr öllum áttum.

Baldur Helgason, myndlistamaður. Mynd/ Hallur Karlsson

Einnig má finna hugmyndir fyrir garðinn ásamt fullt af öðru fjölbreyttu efni í nýjasta Hús og híbýli. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -