2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fimm fallegar og náttúrulegar handsápur

  Aukinn handþvottur er á allra vörum. Hér eru fimm fallegar handsápur sem lausar eru við öll aukaefni. Þær mýkja húðina og ilma dásamlega.

   

  Sápan fæst í Heilsuhúsinu.

  Dr. Bronner sápan er lífrænt vottuð og fair trade. Í sápunni er lífrænt extrakt úr shikakai jurtinni sem gerir hana þykka og mjúka. Hún er drjúg og freyðir vel. Sápan þurrkar ekki heldur mýkir og nærir húðina og hentar öllum húðgerðum. Umhverfisvæn og niðurbrjótanleg hand- og sturtusápa. Heilsuhúsið, 1.769 kr.

  Sápan frá Iris Hantverk fæst á Lauuf.com.

  AUGLÝSING


  Mild hand- og líkamssápa með möndluolíu og hveitikími frá sænska framleiðandanum Iris Hantverk. Sápurnar eru handgerðar og umbúðalausar. Notaðar eru náttúrlegar kardimommur og vanillu ilmkjarnaolíur til þess að gefa sápunni góðan ilm. Lauuf.com, verð, 1.150 kr.

  Sápan frá Spa of Iceland er gæðavara.

  Handsápan frá Spa of Iceland hefur mýkjandi eiginleika og varðveitir náttúrulegt rakajafnvægi húðarinnar. Hún inniheldur hafþyrnisþykkni og styrkjandi íslenskt sjávarsalt sem er ríkt af steinefnum, með mildum ilmi af íslenskum mosa og timjan.
  Spa of Iceland vörurnar eru hreinar og umhverfisvænar og eru þróaðar af íslensku frumkvöðlunum þeim Haraldi Jóhannssyni og Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur. Vörulínan Spa of Iceland er innblásin af hreinu vatni, fersku lofti og jarðvarmavirkjunum sem liggja í íslensku umhverfi. Sápan er vegan og er mikið lagt upp úr hágæða innihaldsefnum og fallegu útliti. Seimei, 2.500 kr.

  Þessi sápa frá Nature Sense er 100% náttúruleg, vegan og án allra aukaefna.

  Hani kaffisápan frá Nature Sense er 100% náttúruleg, vegan og án allra aukaefna. Hún er blönduð með ilmkjarnaolíum og gerir hendurnar silkimjúkar. Sápan er hönnuð með það að leiðarljósi að hjálpa líkamanum að vinna innan frá; stilla hormónakerfið og koma jafnvægi á fitu- og sýrustig húðarinnar. Hún er drjúg og vinnur vel á blettum.
  Á bak við snyrtivörumerkið Nature Sense er ilmkjarnaolíufræðingurinn Jackie Cardoso. Hún er brasilísk af indjánaættum og hefur frá unga aldri notað og fræðst um lækningarmátt jurta. Jackie hefur búið á Íslandi síðan 1991 og árið 2002 fór hún af stað með framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum undir nafninu Yndisseiður. Nature Sense snyrtivörurnar eru handgerðar og lagt er upp úr vistvænni framleiðslu. Vistvera.is, 1.500 kr.

  Nathalie Bond sápurnar fást á Mistur.is.

  Bloom-sápan frá Nathalie Bond er framleidd úr hágæða lífrænt vottuðum hráefnum sem hreinsa húðina á náttúrulegan hátt. Sápan er vegan, án parabena, SLS og þalata. Hún er kremkennd og hefur lágfreyðandi formúlu og milda blöndu af ilmkjarnaolíu. Hentar öllum húðtegundum. Mistur.is, verð 2.390 kr.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is