Eruð þið klár í nýtt ár?
Í upphafi árs, þegar rútínan kemst aftur í fast horf, fer fólk alla jafna að huga að breyttu og bættu skipulagi. Hér má finna fimm falleg dagatöl og skipulagsrit eftir íslenska hönnuði og listamenn, sem halda utan um árið 2021.
Dagatal eftir grafíska hönnuðinn Hugrúnu Lenu sem hannar undir nafninu Kúnst. Vatnslitamyndir prentaðar á náttúrulegan pappír í stærðinni A5. Spjöld ásamt viðarstandi í gjafaöskju. Facebook.com/kunsthonnun, 5.000 kr.
Mínimalismi hitter Art Deco – skipulagsdagatal eftir grafíska hönnuðinn Heiðdísi Höllu sem hannar undir vörumerkinu artless. Stærð A3, hengt upp með klemmu, segli eða lagt á borð. Artless.is, 6.900 kr.
Dagatal, teiknað og vatnslitað, eftir listakonuna, hönnuðinn og arkitektinn Heiðdísi Helgadóttur, 14 x 14 cm. Kemur með svörtum stálstandi í fallegri gjafaösku. Heiddis.com, 3.990 kr.
Dagatal frá Heimaveru, eftir Lovísu Ýr Guðmundsdóttur, grafískan miðlara. Heimavera.is, 2.900 kr.
Skipulagsdagbók fyrir árið 2021 eftir listakonuna Rakel Tómasdóttur. Dagbókin inniheldur ársyfirlit og mánaðarplön. Einföld og falleg hönnun. Rakeltomas.com, 4.990 kr.