2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Finnst gaman að grafa eftir gersemum

  Í Vesturbænum, nálægt mörkum Reykjavíkurborgar, búa þau Eva Dögg Rúnarsdóttir og Stefán Darri Þórsson, ásamt Bastían Nóa Ágústssyni og Nóru Sól Ágústsdóttur. Heimilið er náttúrulegt og í hennar augum lítið vistkerfi sem huga þarf vel að.

  Eva hefur skýra sýn þegar kemur að heimilinu og ræður náttúran ríkjum, sem dregin er inn með efni og áferð á borð við tré, bambus, stein og gler, keramík, kork og dempuðum jarðlitatónum. „Ég get ekki ímyndað mér að eiga heima í íbúð þar sem allt er svart og grátt en mér líður best umvafin hvítum og ljósum litum.“

  Grefur upp fjársjóði og endurnýtir

  Heimilið er hlýlegt og eru spennandi hlutir víða sem gaman er að skoða. Húsgögn og hlutir heimilisins koma héðan og þaðan og er margt frá þeim tíma sem Eva bjó í Danmörku, úr ferðalögum, af nytjamörkuðum og frá gönguferðum í fjörunni.

  AUGLÝSING


  Evu þykir afar mikilvægt að vera með plöntur og blóm á heimilinu, sérstaklega þegar búið er í borg. „Ég hef rosalega mikla þörf fyrir að taka náttúruna inn til mín, enda er allt fullt af plöntum, kristöllum, skeljum og þess háttar ásamt fjölbreyttri kryddjurtaræktun í stofuglugganum.“ Mynd / Hallur Karlsson

  „Ég er hálfgerður fjársjóðsleitari, ég elska að finna fjársjóði og koma með þá heim og gefa þeim nýtt líf,“ segir Eva sem þykir mjög mikilvægt að endurnýta og reynir að gera það á flesta vegu, bæði hvað varðar innréttingar, föt og alla neyslu.

  Mynd / Hallur Karlsson

  Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir af þessu fallega heimili í nýjasta Hús og híbýli. 

  Kaupa blað í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is