• Orðrómur

Fjallar um mannslíkamann og mörkin á milli þessa fallega og ljóta

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Listakonan Anna Maggý fjallar um mannslíkamann í sínum nýjustu verkum sem eru nú til sýnis í galleríinu Þulu. Í verkunum leikur Anna Maggý sér með brenglun á formum mannslíkamans og kannar hvar mörkin liggja á milli þess sem þykir fallegt og ljótt í nútíma samfélagi.

„Í gegnum tíðina hefur mannveran og samfélagið reynt að skapa hina fullkomnu manneskju. Við erum föst í líkamanum, forminu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okkur er ætlað að sjá brenglun, ófullkomleika, eitthvað sem hægt er að bæta eða breyta, skipta út, hliðra, ummynda. Hinn skapaði fullkomleiki er þó jafn síbreytilegur og tunglstaðan frá degi til dags. Mörkin eru óljós og skolast sífellt til,“ segir í tilkynningu frá Þulu um þema sýningarinnar.

Anna Maggý stundaði nám við Ljósmyndaskólann og hefur gjarnan nýtt sér ljósmyndun við gerð verka sinna.

- Auglýsing -

Sýningin The Perfect Body stendur til 23. maí. Gallerí Þula er á Hjartatorgi, gengið er inn frá Laugavegi.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -