2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fjórir fönkí stólar

  Cane Lounger-stóllinn, Bold-stóllinn, Spin-stóllinn og Pantonova Linear-stóllinn eiga það allir sameiginlegt að vera fönkí og skemmtilegir.

   

  Cane Lounger-stóllinn var hannaður af WORN Store árið 2014. Fyrirtækið leggur áherslu á að hanna vörur sem eru jafnfallegar og þær eru sjálfbærar. Stóllinn var innblásinn af Jan Bocan Lounge-stólnum frá Thonet sem hannaður var fyrir tékkneska sendiráðið í Stokkhólmi árið 1972. Stóllinn er handsmíðaður úr náttúrulegum efnum og er eitt tré gróðursett fyrir hvern seldan stól.

  The Cane Lounger Chair

  Brass-festingar eru í sætinu sem veitir góðan stuðning.

  AUGLÝSING


  Jan Bocan Lounge-stólinn fyrir Thonet, hannaður árið 1972.

  Bold-stóllinn hannaður af Big-Game fyrir Moustache er djarfur ásýndum og samanstendur af tveimur pípulaga hlutum úr málmi, innbyggðir í hvorn annan. Stóllinn er síðan klæddur í textílefni og er fáanlegur í ýmsum litum. Bold-stóllinn hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum og er meðal annars til sýnis á MoMa-safninu í New York og Musée des Arts Décoaratifs í París.

  Bold-stóllinn fyrir Moustache er til í ýmsum litum.

  Stólarnir gefa hverju rými töff yfirbragð.

  Spin-stóllinn er hannaður af Svíanum Staffan Holm fyrir Swedese. Holm leggur mikla áherslu á praktík og fúnksjón í hönnun sinni og ekki síður leggur hann ástríðu og tilfinningar í hvert verk. Spin-stóllinn er þar engin undantekning. Hann hefur fallegar útlínur sem njóta sín þegar stóllinn stendur einn og sér og þegar mörgum stólum er staflað saman mynda þeir fallegt skúlptúrverk. Klassísk sænsk hönnun; hreinar línur, falleg form og virkni.

  Spin-stólarnir mynda fallegt skúlptúrvegg þegar þeim er staflað saman.

  Formfagur og öðruvísi.

  Pantonova Linear-stóllinn var hannaður árið 1971 af Verner Panton, en hann er hluti af Pantonova-línunni fyrir Montana, sem upphaflega var hann hannaður fyrir danska veitingastaðinn Varna. Stóllinn er einstakur í laginu, tilraunakenndur og hefur skírskotun í danska hönnun frá áttunda áratugnum en Verner Panton var þekktur fyrir óvenjuleg form, liti og góða rýmisgreind.

  Pantonova-stóllinn.

  Mynd / Montana

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is