Ævintýralegur stíll á litríku heimili Kristjönu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Heimili listakonunnar Kristjönu S. Williams í Frakklandi prýðir forsíðu Húsa og híbýla. Heimili hennar er afar litríkt og það er óhætt að segja að einstakur stíll einkenni heimilið.

 

„Ég er ekki alveg viss um að margir gætu lifað við þennan stíl hvern einasta dag,“ segir Kristjana þegar hún spurð út í hvernig hún myndi lýsa stílnum á heimilinu.

„Stíllinn er litríkur en á sama tíma rólegur. Mig langaði að búa til þannig upplifun eins og þú værir komin í annan heim, fylltist innblæstri og löngun til þess að fara út í náttúruna og jafnvel á vínekrurnar í nágrenninu.“

Innlit til Kristjönu er að finna í 10. tölublaði Húsa og híbýla.

Kristjana kveðst heillast af einstökum og óvenjulegum hlutum og ber heimilið þess merki. „Margir hlutanna hérna koma af mörkuðum og ég hef gert þá upp. Ég hef líka keypt mikið frá Maisons du Monde. Sófarnir og húsgögnin eru héðan og þaðan en ég heillast helst af óvenjulegum, einstökum og spennandi hlutum. Grafískir hlutir heilla mig mikið eins og það sem myndlistarmaðurinn Mark Rothko gerir.“

Í hönnun sinni skapar Kristjana magnaðan ævintýraheim þar sem fjölbreytt náttúra og dýralíf koma við sögu eins og sjá má á veggfóðri Kristönu sem prýðir marga veggi heimilisins.

Lestu viðtalið við Kristjönu í heild sinni og sjáðu fleiri myndir af heimilinu í nýjasta Hús og híbýli.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Myndir / Bénédicte Drummond

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira