2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Skemmtilegar heimaskrifstofur

  Á þessum sögulegu tímum er nauðsynlegt að næra andann og huga að heilsunni. Stór hluti þjóðarinnar vinnur heiman frá sér um þessar mundir og því er mikilvægt að skapa vinnuumhverfi sem hver og einn þrífst vel í.

  Það leikur enginn vafi á því að aðstaða og skipulag skiptir máli til að vega upp á móti hefðbundnu heimilislífi. Við fengum nokkra smekklega og skapandi aðila til þess að sýna heimaskrifstofur sínar sem eru hver annarri fallegri en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig fólk nýtir rými heimilisins og útfærir sína eigin aðstöðu.

  Björt og falleg vinnuaðstaða arkitektanema.

  Plöntur bæði gleðja augað og geta bætt loftgæði heimilisins.

  AUGLÝSING


  Reyndu að nýta daginn eins og um hefðbundinn vinnudag sé að ræða, brjóttu hann upp með stuttum hléum og farðu svo úr vinnunni þegar deginum er lokið.

  Hugguleg aðstaða, hún þarf ekki að vera stór í sniðum. Gott kaffi getur gert gæfumuninn.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum