2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fólk sem sýnir tilhlýðilega virðingu

  Gæði og húmor í fyrirrúmi hjá danska hönnunarfyrirtækinu PLEASE WAIT to be SEATED.

  PLEASE WAIT to be SEATED er danskt hönnunarfyrirtæki sem er heldur nýtt af nálinni en það var stofnað árið 2014 af ljósmyndaranum Thomas Ibsen.

  Thomas byrjaði feril sinn sem tískuljósmyndari fyrir hin ýmsu tímarit og síðar fór hann að leggja áherslu á innanhússhönnun og arkítektúr en hann hefur meðal annars myndað fyrir þekkt vörumerki eins og Fritz Hansen, Gubi, Hay og Muuto. Í dag starfar hann sem hönnuður innan fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun.

  Eftir aðeins nokkur ár á markaðnum hefur fyrirtækið hlotið mikla athygli á alþjóðavettvangi en vörumerkið leggur mikla áherslu á að hanna einstök húsgögn, lampa og fylgihluti þar sem gæði og húmor koma við sögu en verkin minna mörg hver á fallega skúlptúra sem setja einstakan svip á heimilið. Í september 2016 gekk Peter Mahler Sörensen til liðs við fyrirtækið sem eigandi og forstjóri vörumerkisins en hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og hefur meðal annars starfað með þekkt merki eins og Eva Solo og Spring Copenhagen.

  Fyrirtækið hefur verið að vaxa allar götur síðan og samanstendur nú af um tuttugu hönnuðum þar sem hver og einn hönnuður kemur með sína nálgun inn í fyrirtækið.

  AUGLÝSING


  Wall box. Bakplatan í hillunni er færanleg og er fest með segli, þannig er hægt að Skipta út plötunni og leika sér með litasamsetningar.

  Markmið og framtíðarsýn fyrirtækisins er að kynna vörur sem hafa burði til þess að verða sígíldar; framleiðsla á hágæða vörum sem standast tímans tönn og spyrja hönnuðir sig alltaf áður en vara fer á markað hvort hún muni endast kynslóða á milli.

  Vörur fyrirtækisins hafa sín eigin karaktereinkenni með áherslu á samverkun og gagnkvæm áhrif hönnuða og notanda. Gott handbragð er lykilatriði, efnisgæði og sjálfbærni spilar líka veigamikið hlutverk hvað varðar varanlega hönnun. Hönnunarfyrirtækið starfar fyrir hliðholl vörumerki, listamenn, hönnuði og framleiðendur sem notast við sömu hugmyndafræði og fyrirtækið og gera það með góðum árangri.

  Handofnar mottur innblásnar af abstrakt og arkítektúr frá óþekktum stöðum og rýmum. Það er bæði hægt að hengja þær á vegg eða hafa á gólfi.

  Nafnið PLEASE WAIT to be SEATED stendur fyrir hverjir það eru sem koma að fyrirtækinu; fólk sem sýnir tilhlýðilega virðingu með mikinn áhuga á innanhússhönnun þar sem húmor kemur við sögu og ekki síst halda hönnuðir sig þétt niðri á jörðinni og bjóða upp á tímalausar og endingargóðar vörur.

   

  Myndir / Frá framleiðendum

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is