• Orðrómur

Forsíðuinnlitið ævintýri líkast

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt tölublað Húsa og híbýla er komið út, fjölbreytt og fallegt þar sem Vestfirðir spila stórt hlutverk.

Heimili þeirra Jakobs og Guðmundar prýðir forsíðu nýja blaðsins. Mynd / Unnur Magna

Forsíðuinnlitið er ævintýri líkast en þeir Jakob og Guðmundur, á Matkránni í Hveragerði, hafa komið sér vel fyrir á fallegu býli sem þeir tóku í gegn frá a til ö.

- Auglýsing -

Einnig er að finna dásamlegt innlit í gamalt íbúðarhús í Ögri en býlið var áður þekkt sem höfðingjasetur, allt frá Sturlungaöld. Litadýrðin er engri lík í þessu reisulega timburhúsi í Ögurvík.

Jafnframt heimsóttum við sögufrægt hús á Flateyri, meðal annars í eigu Kormáks og Skjaldar. Húsið hefur verið sett í nýjan búning sem þjónað hefur ýmiskonar tilgangi í gegnum árin.

Á Sólbakka, einnig á Flateyri, er að finna nútímalegt hús sem hefur sterk tengsl við náttúruna en það voru þær Dýrleif Ýr Örlugsdóttir og Þórunn Ásdís Óskarsdóttir sem sáu um hönnunina.

- Auglýsing -

Listakonan Sigríður Anna hannaði póstkortið að þessu sinni. Mynd / Unnur Magna

Sigríður Anna listakona hannaði póstkortið sem fylgir blaðinu að þessu sinni. Við litum við á vinnustofu hennar en hún vinnur aðallega með abstrakt og grafík í verkum sínum.

Baðherbergjum eru gerð góð skil í blaðinu þar sem lesendur geta drukkið í sig fróðleik, fengið góðar hugmyndir og ráð.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -