2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Frábær hönnun – stóll sem hægt er að taka snúnig á!

  Bretinn Thomas Alexander Heatherwick, fæddur árið 1970, er með þekktari nöfnum í arkitekta- og hönnunarheiminum í dag og hefur hlotið fjölda verðlauna. Hann lærði þrívíddarhönnun í Manchester Polytechnic and the Royal College of Art og stofnaði árið 1994 Heatherwick – studio sem er gríðarlega þekkt og stór hönnunar- og arkitektastofa í London.

  Thomas lexander Heatherwick

  Þrátt fyrir nokkuð ungan aldur hefur Heatherwick hannað fjöldann allan af byggingum, húsgögnum, listaverkum og minnismerkjum um heim allan en hann hefur einnig komið að borgarskipulagi. Meðal þekktustu verka sem Heatherwick hefur unnið við eru Olympíueldstæðið (Olympic Cauldron) í London árið 2012, UK Pavilion á heimssýningunni í Sjanghaí árið 2010, New Routmaster-tveggja hæða strætó og Vessel í New York svo fátt eitt sé nefnt.

  UK Pavilion á heimssýningunni í Sjanghaí

  AUGLÝSING


  Vessel í New York

  En Heatherwick hefur einnig hannað skemmtileg og formfögur húsgögn og er Spunastóllinn, „SPUN CHAIR“, einna þekktastur. Óhætt er að telja hann til hönnunarklassíkur þrátt fyrir að vera ekki mjög gamall en hann var hannaður árið 2010 í samstarfi við ítalska húsgagnaframleiðandann Magis.

  Stóllinn sem minnir á snældu er í senn frumlegur, nýstárlegur og forvitnilegur án þess að slegið sé af notagildinu.

  Spun Chair í rauðu

  Í raun má segja að Spunastóllin hafi fleiri en einn tilgang; til að sitja í, til að skemmta sér í og til að horfa á því hann er formfagur frá öllum hliðum.

  Stóllinn er heilsteyptur úr níðsterka úr gerviefninu pólýetýlen og því er hægt að hafa hann úti sem inni. Hann er eins frá öllum hliðum og er þægilegur að sitja í en allra skemmtilegast er þó að taka nokkra snúninga í honum.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is