Fyrir fagurkera í fjársjóðsleit – Nytjamarkaðir og antíkverslanir á landsbyggðinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Markaðir og verslanir sem selja notaða og gamla muni njóta æ meiri vinsælda enda er umhverfisvænt að kaupa slíkan varning og oft má gera góð kaup. Það er líka ákveðinn spenningur við það að grafa eftir fjársjóði sem á sér ef til vill einhverja sögu og oft er hægt að finna merkilega og áhugaverða hluti sem fáir aðrir eiga.

 

 

Okkur hér á Húsum og híbýlum finnst gaman að grúska og gramsa á mörkuðum og því tókum við saman þennan lista, fjársjóðsleiturum til hægðarauka. Listinn á við markaði úti á landi og nær ekki yfir þá sem leggja áherslu á föt og hann er eflaust ekki tæmandi.

Antík og gamlir munir
Skemmtileg antíksala í bílskúr á Akranesi með gömlu dóti frá ýmsum tímabilum. Mikið úrval af búsáhöldum, ljósum, dúkum, vösum og litlum húsgögnum en einnig mikið af gömlum leikföngum. Það er alltaf gaman að fara í bíltúr upp á Skaga til að gramsa í dótinu hjá Kristbjörgu og því má bæta við að verðið er mjög sanngjarnt.
Heimilisfang: Heiðarbraut 33 (bílskúr), Akranesi
Netið: Á Facebook undir Kristbjörg Traustadóttir.

Flóamarkaðurinn í Dæli – í Sigluvík
Skemmtilegur sveitaflóamarkaður í Sigluvík í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er mikið úrval af alls konar góssi eins og bollum, diskum, glösum og öðrum búsáhöldum og gjafavöru en einnig er gott úrval af bókum, fötum og skrautmunum ásamt húsgögnum og reglulega bætast við nýjar vörur.
Heimilisfang: Sigluvík á Svalbarðsströnd, 601 Akureyri.
Netið: Á Facebook undir Flóamarkaðurinn í Dæli – í Sigluvík.

Litla loppan
Bílskúrsmarkaður sem er hlaðinn af alls konar dóti og gömlum munum; glös, bollar, diskar, skrautmunir, ljós, útsaumur og ýmislegt fleira.
Heimilisfang: Hólavegur 15, 620 Dalvík.
Netið: Á Facebook undir Arnar Símonarson.

Fröken Blómfríður
Flóa- og antíkmarkaður út í sveit sem gaman er að heimsækja en þar er skemmtilegt safn af alls konar gömlu og rómantísku dóti eins og bollum, áhöldum, mjólkurbrúsum, íslenskum útsaumi og dúkum og ýmsum skrautmunum.
Heimilisfang: Ytri-Brennihólll í Hörgársveit, 601 Akureyri.
Netið: Á Facebook undir Fröken Blómfríður.

Hertex, Akureyri
Verslun Hjálpræðishersins á Akureyri en þar er hægt að finna ýmislegt dót, allt frá skóm upp í húsgögn og allt þar á milli. Ágóðinn rennur til góðgerðamála.
Heimilisfang: Hrísalundur 1 b, 600 Akureyri.
Netið: Á Facebook undir Hertex Akureyri.

 

 

Fjölsmiðjan á Akureyri
Nytjaverslun þar sem hægt er að finna alls konar gamalt dót allt frá smáhlutum upp í hjól svo fátt eitt sé nefnt. Ágóðinn rennur til góðgerðamála.
Heimilisfang: Furuvellir 13, 600 Akureyri.
Netið: Á Facebook undir Fjölsmiðjan á Akureyri og vefsíða: fjolsmidjan.is.

Vosbúð nytjamarkaður, Vestmannaeyjum
Stór antík- og nytjamarkaður með mjög gott úrval af gömlum gæðabollastellum, húsgögnum frá ýmsum tímabilum, gömlum klukkum, skrautmunum og smáhlutum. Alveg þess virði að skreppa í dagsferð til Eyja og fá sér að borða og kaupa nokkra hluti.
Heimilisfang: Flötum 29, 900 Vestamannaeyjar.
Netið: Á Facebook undir Vosbúð nytjamarkaður Vestmannaeyjum.

Nytjamarkaðurinn Selfossi
Ekta nytjamarkaður í anda Góða hirðisins. Fjölbreytt gamalt dót, bækur, skrautmunir og húsgögn en minna um antíkmuni sem leynast þó inn á milli. Markaðurinn er rekinn af Hvítasunnusöfnuðinum og ágóðinn rennur til góðgerðamála.
Heimilisfang: Eyrarvegur 5, 800 Selfoss
Netið: Á Facebook undir Nytjamarkaðurinn Selfossi

 

 

Nytjamarkaðurinn Hvammstanga
Skemmtilegur nytjamarkaður þar sem hægt er að finna ýmislegt skemmtilegt dót eins og búsáhöld, ljós, skrautmuni, húsgögn, leikföng og mikið úrval af gömlum bókum. Ágóðinn rennur til góðra málefna í heimahéraði.
Heimilisfang: Í gamla Sláturhúsi V.S.P.
Netið: Á Facebook undir Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga.

Nytjamarkaður á Ísafirði
Nytjamarkaður í anda Góða hirðisins þar sem hægt er að finna fjölbreytt dót, búsáhöld, föt, húsgögn og raftæki svo fátt eitt sé nefnt.
Heimilisfang: Suðurgata 9, 400 Ísafirði
Netið: Á Facebook undir Nytjamarkaður Vesturafls

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum
Ekta nytjamarkaður þar sem ágóðinn rennur til góðgerðamála. Alls konar notað dót, búsáhöld, skrautmunir og húsgögn.
Heimilisfang: Smiðjuvellir 5, 230 Reykjanesbæ.
Netið: Á Facebook undir Fjölsmiðjan á Suðurnesjum.

Antíksalan í Skagafirði
Afar fallegt og lekkert gamalt dót þar sem sveitarómantíkin svífur yfir vötnum. Gott úrval af fallegum gömlum bollum, diskum, amboðum, dúkum og ýmsu fleira. Verulega skemmtilegt að stoppa þarna á leiðinni norður.
Heimilisfang: Bærinn Kringlumýri í Skagafirði, rétt hjá Varmahlíð.
Netið: Ekki á Facebook en María sem rekur antíkverslunina heldur úti Kakalaskála sem er undir sama nafni á Facebook og þar er hægt að vera í sambandi og fá upplýsingar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -