Fyrir og eftir í bjartri íbúð í Hlíðunum

Deila

- Auglýsing -

Í reisulegu húsi í Hlíðunum býr Eva Petersen en hún sigraði í BYKO-leik Húsa og híbýla síðastliðið sumar. Hún fékk íbúðina afhenta í júní 2018 og hefur síðan þá verið að koma sér fyrir en íbúðina gerði hún nær fokhelda.

Eva fór strax í það að rífa allt út úr íbúðinni þegar hún fékk hana afhenta. Veggir voru teknir niður, gólfefnið fékk að fjúka og hiti settur í gólfið að hluta. Það var mikil litagleði í íbúðinni að sögn Evu, slétta þurfti veggi og loft sem voru hraunuð og allt var málað að nýju.

Allar innréttingar voru endurnýjaðar, bæði í eldhúsi og á baðherbergi og skipt um alla glugga. „Ég ætlaði að bíða með það að taka baðherbergið í gegn en svo var mér ráðlagt, fyrst ég væri að þessu á annað borð að þá munaði ekki miklu um að bæta því við. Það var risastór gámur hérna fyrir utan og það tók nokkra daga að rusla öllu út. Blessunarlega á ég mjög þolinmóða nágranna,“ segir hún brosandi.

Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla er hægt að lesa nánar um þær framkvæmdir sem Eva réðst í. Þar er einnig að finna fyrir og eftir myndir af íbúðinni sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum mánuðum.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Eva fór strax í það að rífa allt út úr íbúðinni þegar hún fékk hana afhenta.

- Advertisement -

Athugasemdir