Gat ekki flúið myndlistamanninn í sér lengur

Deila

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Hallur Karlsson opnar myndlistarsýninguna Uggi er ekki ég, hann er annar á morgun, fimmtudag, í Núllinu gallerýi við Bankastræti 0.

 

Þetta er fyrsta myndlistarsýningin sem Hallur heldur á Íslandi síðan árið 2004.

„Eftir að hafa lagt penslana á hilluna og reynt að gleyma myndlistamanninum og bóheminum í mér, þá var ekkert hægt að flýja hann lengur. Uggi er því samningaleið mín við listagyðjuna,“ segir Hallur um sýninguna.

Abstraktverk Halls verða til sýnis en hann fékk innblástur meðal annars frá brunanum sem varð í Notre Dame kirkjunni í París í apríl.

Sýningin opnar klukkan 17.00 á morgun, 18. júlí, og stendur yfir til 21. júlí.

Posted by Núllið Gallerý on Mánudagur, 15. júlí 2019

Mynd / Unnur Magna

- Advertisement -

Athugasemdir