• Orðrómur

Gerði Sigvaldahús að sínu – „Ég elska hús frá þessum tíma“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýverið fórum við í heimsókn í fallegt Sigvaldahús í Hvassaleitinu. Þar býr Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður ásamt manni sínum Jóni Trausta Kárasyni og þremur börnum. Fjölskyldan hefur búið í húsinu í eitt og hálft ár og unnið hörðum höndum að því að gera húsið að sínu.

Húsið sem er byggt árið 1963 hefur mikinn karakter. Skipulagið er skemmtilegt en húsið er á pöllum og rýmin skiptast upp með góðum hætti en á sama tíma þrengir hvergi að og útsýnið er gott í öllu rýminu.

„Ég elska hús frá þessum tíma og aðdáunarvert er hversu hæfileikaríkur Sigvaldi Thordarson var, ég er einnig mjög hrifin af því hversu opin rýmin eru á efri hæðinni,“ segir Ingibjörg spurð út í hvað hafi heillaði hana við eignina.

„Stíllinn á heimilinu blandast líka við arkitektúr hússins…“

- Auglýsing -

Heimilið er í funkisstíl í bland við tekk og nútímahönnun. Hvert sem litið er má sjá fallega persónulega hluti innan um muni Ingibjargar en hún hannar undir nafninu IHANNA HOME.

Mynd / Hallur Karlsson

„Stíllinn á heimilinu blandast líka við arkitektúr hússins og svo skemmtilega vill til að ég á marga erfðagripi sem eru frá þeim tíma sem húsið var byggt.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Ingibjörgu Hönnu og sjáðu fleiri myndir í hátíðarblaði Húsa og híbýla. Nú eru síðustu forvöð að næla sér í eintak af hátíðarblaðinu, þessu síðasta tölublaði ársins 2020, en nýtt Hús og híbýli kemur út í næstu viku.

Umsjón / Bríet Ósk
Myndir / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Stórfenglegt hús Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri

Það er glæsilegt heimili Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa og...

Trendin fyrir 2021 skoðuð, spennandi innlit, viðtöl og fróðleikur

Nýjasta Hús og híbýli kemur í verslanir í dag. Þetta fyrsta tölublað ársins 2021 er einstaklega spennandi...

Bættu vinnuborði inn í litla eldhúsið – „Það munar heilmiklu“

Húsnæði þarf ekki að vera stórt í sniðum ef skipulagið er gott. Í nýjasta Hús og híbýli heimsækjum...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -