2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gerðu svefnherbergið huggulegt og rómantískt

  Við verjum um þriðjungi ævi okkar í rúminu og því skiptir svefnumhverfi okkar miklu máli. Litaval í svefnherbergi getur haft mikil áhrif og talið er að bláir, grænir og gráir tónar auk jarðlita hafi jákvæð áhrif á svefninn.

  Vissulega er það þó misjafnt hvernig fólk bregst við litum en mikilvægt er að lágmarka allt áreiti og halda huggulegu og snyrtilegu í svefnherberginu svo aðkoman þegar skríða á upp í rúm eftir langan dag verði hin notalegasta.

  Hér má finna nokkrar góðar lausnir til þess að gefa svefnrýminu rólegra og rómantískara yfirbragð.

  Draumkennt svefnherbergi í kyrrðinni við Laugarvatn. Hér hefur húsráðandi ákveðið að notast ekki við rúmbotn og náttborð sem kemur fallega út, er rómantískt og í takt við byggingarstíllinn. Mottan gefur rýminu einstakan hlýleika. Mynd / Aldís Páldsóttir

  AUGLÝSING


  Rúmgafl sem nær niður á gólf setur skemmtilegan svip á svefnherbergið. Velúr og messing, plöntur og bækur – hlýlegt og smart.

  Skipulag skiptir öllu í svefnherberginu. Rúmgaflinn útbjuggu húsráðendur sjálfir en hann nýtist einnig sem hirsla fyrir hina ýmsu smáhluti og lesefni.

  Svefnherbergi málað í frísklegum lit gefur góða orku. Mynd / Heiðdís Guðbjörg

  Litríkir hlutir, náttúrulegur efniviður, föt og list sem skreytir svefnherbergið. Fylgdu eigin innsæi og leiktu þér með efni, áferð og litaval.

  Plöntur og blóm eru alltaf góð hugmynd.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is