Gigi Hadid birti myndir af heimili sínu en netverjar eru ekki hrifnir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýverið birti fyrirsætan Gigi Hadid myndir af heimili sínu sem hún tók í gegn fyrir skemmstu. Viðbrögðin við myndunum hafa ekki látið á sér standa en stór hluti fylgjenda hennar er ekki hrifinn.

Hadid birti tíu myndir af New York-íbúðinni sinni og greindi frá því að hún hafi varið miklum tíma á síðasta ári í að taka íbúðina í gegn og skapa „draumarýmið“ sitt.

Netverjar hafa verið óhræddir við að segja sína skoðun á heimilinu, bæði í athugasemdum við færslu Hadid og á Twitter. „Það að heimili Gigi Hadid sé ljótt veitir mér hugarró,“ skrifaði einn á Twitter. „Ég vildi að ég hefði aldrei séð þessa innanhússhönnun,“ skrifaði annar svo dæmi séu tekin.

Myndirnar sem Hadid birti á Instagram má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Blokkin sem skiptir litum“ fær viðurkenningu

Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og frágang fjölbýlishússins að...

Úr listaverki í ramma yfir í húsgagn

Línan The Piece Furnature frá Craft Combine er einstaklega sniðug en í línunni eru einskonar púsluspil sem þjóna bæði því hlutverki...