2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Glæsilegt sumarhús á gróðursælum reit

  Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla leggjum við land undir fót og skoðum áhugaverð sumarhús, meðal annars þetta fallega sumarhús sem stendur á gróðursælum stað í Grímsnesinu.

  Húsið er í eigu hjóna sem hafa mikla unun af því að gera upp hús og hafa fallegt í kringum sig og sumarhúsið ber þess merki.

  Sumarhúsið er 117 fermetrar að stærð. Stærsti hluti hússins var byggður í kringum 1970 en svo stækkuðu húsráðendur það í áföngum; bættu við sólskála, svefnálmu og fleira. Útkoman er glæsileg.

  „Við vildum hafa eldhúsið alveg opið og þar af leiðandi eitt sameiginlegt rými fyrir eldhús, borðstofu og stofu. Við erum mikið Pinterest-áhugafólk og vorum búin að liggja yfir ýmsum hugmyndum sem og tímaritum. Uppáhaldstímaritið er Rustic Country og í einu blaðanna sáum við stíl sem við féllum alveg fyrir. Þar kom hugmyndin að þessu svarta-, hvíta- og viðarlita þema,“ segja þau hjón.

  Húsið stendur á gróðursælum reit í Grímsnesinu.

  AUGLÝSING


  Lestu viðtalið í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í 7. tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Sjá einnig: Suðræn og sumarleg stemmning í nýju blaði Húsa og híbýla

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is