2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Glæsilegur og fjölbreyttur HönnunarMars handan við hornið – dagskráin komin í loftið

  Stærsta hönnunarhátíð í Íslandi er HönnunarMars sem fer fram dagana 24. – 28. júní þetta árið. Hátíðin er einstaklega fjölbreytt en þar sýna framsæknir hönnuðir gestum og gangangi ýmsar nýjungar og fallega hönnun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar sem auðgar og bætir íslenskt samfélag. Um 100 viðburðir og 80 sýningar verða á dagskrá víða á höfuðborgarsvæðinu; á Seltjarnarnesi, Hafnartorgi, Skeifunni, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og í miðbænum. Helstu viðfangsefnin á HönnunarMars, sem haldin er í 12 sinn, eru vöruhönnun, fatahönnun, gullsmíði, grafísk hönnun, arkitektúr, sjálfbærni, keramík, textíl, tækni og nýsköpun.

  Áhersla hátíðarinnar þetta árið er á sýningar og sýnendur en um leið upplifun og öryggi gesta en stórum og mannmörgum viðburðum eins og DesignTalks, DesignDiplomacy og DesingMatch hefur verið frestað til næsta árs vegna þeirra óvissutíma sem við lifum nú.

  HönnunarMars, sem er ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, er boðberi bjartsýni og sköpunarkrafta og vonir standa til að hátíðin veiti íbúum og gestum innblástur og gleði. Allt áhugafólk um hönnun, arkitektúr, sjálfbærni og nýsköpun ætti að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að kynna sér þá grósku sem er að finna í íslensku hönnunarsamfélagi.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is