Góð ráð fyrir fasteignaeigendur í söluhugleiðinum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Framkvæmdastjóri bresku fasteignasölunnar The Moders House, Matt Gibberd, gefur fasteignaeigendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð í viðtali við breska Vogue. Hann tínir til sex atriði sem hann segir fólk þurfa að hafa í huga áður en það setur fasteignina sína á sölu.

Myndir segja meira en þúsund orð

Gibberd segir mikilvægt að fá faglærðan fasteignaljósmyndara til að mynda eignina þar sem góðar ljósmyndir laða fólk að á meðan lélegar ljósmyndir geti fælt mögulega kaupendur frá. „Við lifum á stafrænum tímum,“ segir hann og minnir á að ljósmyndirnar geti ráðið úrslitum.

Góð tímasetning er lykilatriði

Mikilvægt er að halda opið hús á þeim árstíma og tíma dags sem fasteignin nýtur sín best. Gibberd minnir fólk á að hugsa út í hvernig birtan úti flæðir inn í rými og hvenær umferðin í nágrenni við fasteignina er minnst svo dæmi séu tekin. „Ef þú heldur opið hús á háannatíma og fólk situr fast í umferðinni í klukkutíma áður en það kemst á áfangastað þá mun það valda vonbrigðum“ segir hann.

„Ef fasteigninni fylgir fallegur garður væri eðlilegt að reyna að selja þegar garðurinn er upp á sitt besta um hásumar.“

Út með óreiðuna

Gibberd mælir eindregið með því að fólk losi sig við óþarfa dót og drasl og leyfi þannig fasteigninni að njóta sín. Þetta á líka við um lóðina um garðinn segir Gibberd.

Hugsað út í heildarmyndina

Að sögn Gibberd er mikilvægt að hugsa út í heildina. Hann mælir með að fólk þrífa alla glugga fasteignarinnar vel og kveiki á ilmkerti. Svo er fallegt að hafa afskorin blóm í vasa sýnileg. Hann segir mögulega kaupendur oftast vera vakandi fyrir öllum smáatriðum í opnu húsi og þess vegna er afar mikilvægt að hugsa út í heildarmyndina.

Gibberd mælir með að seljandi kveiki á góðu ilmkerti fyrir opna húsið. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Með allt á hreinu

Lykilinn er að hafa alla pappíra og upplýsingar sem gætu skipt máli til taks þegar fasteign er sett á sölu. Ef mögulegur kaupandi þarf að bíða lengi eftir þeim upplýsingum sem hann óskar eftir geta kaupin auðveldlega dottið upp fyrir.

Að vera til staðar

Gibberd mælir með að eigandi fasteignarinnar sé til staðar á opnu húsi ásamt fasteignasala. Hann segir eigandann sjálfan þekkja eignina og hverfið best og að það geti verið gott fyrir mögulega kaupanda að fá upplýsingar beint frá eiganda.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Guðjón og Ingibjörg selja í Lundi

Guðjón Þórðarson, einn reyndasti knattspyrnuþjálfari landsins, og eiginkona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir, hafa sett íbúð sína í Lundi...