Grunaður um að hafa stolið Monu Lisu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

7 athyglisverðar staðreyndir um Pablo Picasso.

Pablo Picasso.

Picasso (1881 – 1973) er meðal þekktari listamanna í listasögunni. Þótt flestir tengi hann við myndlist þá fékkst hann við ýmislegt annað á sviði lista eins og höggmyndir, leirlist, hönnun, ljóðagerð og fleira. Hann var einn af brautryðjendum í kúbisma en það var framúrstefnustíll sem braut sundur myndefni og setti þau saman aftur í abstrakt form. Picasso vann statt og stöðugt í því að fara á móti gildandi reglum og hefðum í listsköpun sinni.

1. Nafnið Picasso fékk listamaðurinn frá móður sinni en hann var skírður fremur löngu nafni eða: Pablo Diego José Francisco de Puala Juan Nepomuceno María de los Remedios Cipriano de la Santísima Trinidada Martyr Patricio Clito Ruíz y Picasso og því nokkuð augljóst að þörf var á styttingu og þjálla listamannanafni.

2. Fyrsta orðið sem sagt er að Picasso hafi lært var „piz“ sem er stytting á spænska orðinu lápiz og þýðir pensill.

„Engin list er abstrakt. Þú verður alltaf að byrja á einhverju. Eftir á geturðu máð raunveruleikann af.“ – Pablo Picasso

3. Picasso lauk við sína fyrstu mynd, le picador, níu ára gamall en hóf formlegt nám í listaskóla 13 ára eftir að hafa verið í læri hjá föður sínum en hann taldi að hann gæti ekki kennt honum meira í listum, enda þótti Picasso einstaklega efnilegur á sínu sviði.

4. Þrátt fyrir að enginn vafi hafi leikið á snilligáfum Picasso á sviði lista þá var hann baldinn í skóla og átti erfitt með að taka leiðsögn. Hann var því oft látinn sitja eftir í hvítum klefa en hann sagði að sér hefði líkað það einstaklega vel því þangað tók hann skissubókina með og teiknaði af miklum eldmóð svo tímunum skipti. Síðar sagði hann að Paul Cézanne hefði verið sinn eini lærifaðir.

5. Stal ekki Mona Lisu en var samt undir grun þegar málverkinu var stolið af Louvre-safninu árið 1911. Ástæðan var sú að vinur hans, skáldið Apollinaire, var handtekinn fyrir verknaðinn og benti hann lögreglunni á Picasso. Þeim var síðar báðum sleppt og Mona Lisa rataði aftur á veggi Louvre-safnsins.

„Lærðu reglurnar eins og fagmaður svo að þú getir brotið þær sem listamaður.“- Pablo Picasso.

6. Picasso var einstaklega afkastamikill um ævina en eftir hann liggja u.þ.b. 147.800 verk, 13.500 málverk, u.þ.b. 100.000 prentanir og grafíkmyndir ásamt 300 höggmyndum og 34.000 myndskreytingum.

7. Röndótta peysan sem var svo einkennandi fyrir listamanninn var hönnuð af sjálfri Coco Chanel. Rendurnar í henni voru 21 talsins en hver þeirra átti að tákna sigur Napóleons.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...