2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gullbrá er litur septembermánaðar

  Hús og híbýli velur lit septembermánaðar – Gullbrá.

   

  Fyrsti haustliturinn sem birtist á laufum trjáa er brúngulur og þess vegna völdum við einmitt slíkan litatón fyrir lit septembermánaðar. Brúngulur eða karrígulur hefur líka verið að skjóta upp kollinum víða í hönnunarheiminum.

  Liturinn er bæði hlýlegur og ferskur og hann passar sérlega vel t.d. á einn vegg í stofu og á hol og ganga en einnig hentar hann vel á borðstofur en sumir segja að gulur sé lystaukandi.

  Gullbrá er bæði hlýlegur og ferskur

  AUGLÝSING


  Þessi litur getur í senn verið konunglegur og svolítið hippalegur allt eftir því hvernig rými hann er notaður í og hvaða hlutir og litir eru notaðir með honum. Til að fara í konunglegu áttina væri tilvalið að nota dökkkóngabláa liti, jafnvel sófa eða stóla úr velúr og kristalljósakrónur en ef hippaleiðin er farin myndi passa að hafa baststóla, grænar plöntur og brúna tóna, bæði ljósa og dökka.

  Svartur fer vel með þessum brúngula lit.

  Þeir sem vilja hafa litinn meira töff geta valið svart og messing með honum. Liturinn gefur marga skemmtilega og ferska möguleika og um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

  Myndir / BYKO

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is