• Orðrómur

Hágæða dönsk hönnun í 65 ár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Peter Hvidt (1916-1986) og Orla Mølgaard-Nielsen (1907-1993) voru frumkvöðlar á sviði danskrar hönnunar á 20. öldinni og jafnframt stofnendur fyrirtækisins Hvidt & Mølgaard í Kaupmannahöfn.

Drawn-stólarnir voru hannaðir árið 1956, fegurðin og einfaldleikinn er allsráðandi.

Tvíeykið er þekkt fyrir einfaldleika og nákvæmni í hönnun sinni sem glögglega má sjá á verkum þeirra í gegnum tíðina, sem urðu mörg hver táknmynd tímabilisins.

- Auglýsing -

AX-stóllinn, hannaður af Hvidt og Mølgaard fyrir Fritz Hansen, 1950.

AX-stóllinn er tákn dansks módernisma, framsýn nálgun sem ruddi brautina fyrir klassíska handverksaðferð. Krosslímt timbur var notað við framleiðslu flugvéla í seinni heimsstyrjöldinni og í kjölfarið sá Fritz Hansen möguleikana á því að notast við slíkan efnivið við framleiðslu á húsgögnum, sem síðar varð upphafið að AX-seríunni. Þetta varð jafnframt kveikjan að því að Fritz Hansen færðist nær alþjóðavettvangi og hóf útflutning á húsgögnum.

Drawn HM3.

- Auglýsing -

Drawn-stóllinn, sem hannaður var árið 1956 fyrir &Tradition, stendur upp úr og má segja að hann sé vitnisburður um heillandi danska hönnun og handbragð þeirra Hvidt og Mølgaard. Eins og nafnið gefur til kynna var stóllinn skissaður upp á pappír, fyrir tíma tölvutækninnar. Hann er einfaldleikinn uppmálaður, fágaður og klassískur með nútímalegri nálgun. Hann er gerður úr náttúrulegum efnum, eik og hnotu, með handofinni setu og fæst með og án arma.

Nú um það bil 65 árum síðar stendur snilldarleg hönnun tvíeykisins enn fyrir sínu, stáss sem sem hentar í hvaða rými sem er.

Hvidt og Mølgaard.

- Auglýsing -

Bæði Hvidt og Mølgaard státa af yfirburða tæknikunnáttu en sá síðar nefndi lærði húsgagnahönnun við Konunglegu dönsku listaakademíuna undir handleiðslu Kaare Klint. Hvidt öðlaðist þekkingu á hefðbundnu handverki við nám sitt í skáldskap við Lista- og handíðaskólann í Kaupmannahöfn. Í dag má finna verk þeirra sýnd meðal annars í MoMA, National Gallery í Melbourne og Hönnunarsafni Kaupmannahafnar.

Drawn HM4.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -