2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Heimili hönnuð og mótuð úr leir

  Á tímum kórónuveirunnar hafa Instagram-notendur deilt agnarsmáum leirútgáfum af heimilum þar sem öllu er tjaldað til og skipulag og smáatriði leyna sér ekki. Það var Eny Lee Parker, hönnuður í Brooklyn, sem hleypti af stokkunum þessari áskorun til annarra hönnuða þegar aðgerðir gegn Covid-faraldrinum voru hertar og borgarar settir í sóttkví.

  Mynd / Eny Lee Parker @enyleeparker

  Hún vildi hafa eitthvað fyrir stafni og dreifa huganum frá ástandinu, finna jafnvægi milli þess að vera vel upplýst, lifa lífinu og halda sér öruggri og heilbrigðri.

  Mynd / Cristina Webb and Julien Leyssene @istiwebb & @jgleyssene

  AUGLÝSING


  Mynd / Jessie Cundiff @jessccbell

  Parker fór af stað með Clay Play-keppnina þar sem hún hvatti aðra til þess að leira sínar kjöraðstæður á heimilinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og voru arkitektar, hönnuðir og leikmyndahönnuðir meðal þeirra sem tóku þátt.

  Mynd / Julie Dumas @__julesrose__

  Mynd / Caitlin Mulligan @sadsack92

  Mynd / Anna Kamerer @painting_goddess

  Mynd / Rachel Thomson @iwetmyyplants

  Hún opnaði fyrir almenningskosningu á Instagram-síðu sinni og hefur þar tilkynnt sigurvegara í keppninni ásamt því að sína frá ferlinu auk fleiri fallegra og skapandi mynda. Instagram-síðu Parker er að finna hér.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is