2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hinn fullkomni bústaður

  Leiðari úr 7. tölublaði Húsa og híbýla.

  Sumarbústaðir hafa notið vinsælda hjá Íslendingum í gegnum tíðina enda jafnast fátt á við sveitaferð þar sem dvalið er í notalegum bústað í fallegu kjarri við kór flugna og fugla. Flestir hafa skoðanir á því hvernig góður sumarbústaður á að líta út og hvað hann þarf að hafa.

  Við vinnslu þessa 7. tölublaðs Húsa og híbýla var mikið rætt um bústaði og eiginlega má segja að allir hafi verið sammála um að í hinum fullkomna sumarbústað verði að vera heitur pottur. Umhverfið þarf að vera gróðursælt og ekki verra ef hann stendur við vatn eða læk. Að innan þurfa veggir að vera panilklæddir eða fremur dökkir og flestir sem ég ræddi við vildu hafa arin eða kamínu. Gróðurinn er mikilvægur en þó vilja flestir hafa garðinn eða umhverfið í kringum þessi híbýli sumarsins fremur viðhaldsfrítt og sjálfbært.

  Þrátt fyrir að við leitumst flest eftir því sama þá er ótrúlega gaman að sjá hversu ólíkar útfærslurnar eru hjá hverjum og einum og augljóst að tískustraumarnir hafa minni áhrif á eigendur sumarhúsa, sem er skemmtilegt því stundum getur tískan verið svolítið hamlandi þótt hún sé nú oftast svolítið skemmtileg. Nú, og svo eru sumir sem kjósa heldur að daðra við bústaðastílinn heima í stofu og úti í garði en eitt er víst að allir gera það sem þeir vilja.

  AUGLÝSING


  Fyrir nokkru lenti ég í afar skemmtilegum umræðum þar sem verið var að ræða ýmsa tískustrauma í gegnum árin á íslenskum heimilum. Skoðanirnar um hvað væri fallegt og hvað ekki voru misjafnar en allir voru þó sammálla um að tískan á gólf- og veggefnum á árunum upp úr 1975 hefði verið afleit og upphófst eiginlega hálfgerð keppni um hver hefði alist upp við ljótustu veggefnin. Brúnn strigi, korkur með rauðri marmaraáferð, appelsínugul og dökkgræn málning voru þau veggefni sem stóðu upp úr og eiginlega féllust allir á að korkurinn hefði sennilega vinninginn.

  Eftir þessar umræður fór ég að velta því fyrir mér hvað hlutirnir fara alltaf í hringi, því nú eru litir einmitt að koma aftur í tísku og kannski sem betur fer því undanfarin ár hafa hvítir, svartir, gráir og brúnir tónar verið mjög áberandi. Hlutlausir litir eru vissulega hentugir og klassískir en fyrir þá sem þora er gaman að prófa að mála einn og einn vegg, eða jafnvel fleiri, í einhverjum skemmtilegum litum og skapa þannig umræðugrundvöll fyrir börnin þegar þau verða stór.

  Það mun sennilega enginn gera grín að hvítu veggjunum sem viðkomandi ólst upp við. Lífið er skemmtilegra í lit.

  Sjá einnig: Ekki kallaður Vala Matt af vinum að ástæðulausu

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is