• Orðrómur

Hjálpar fólki að útrýma óreiðunni í gegnum fjarfundarforrit

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tiltektarþættirnir Tidying Up With Marie Kondo hafa notið mikilla vinsælda undanfarið en í þeim hvetur Kondo fólk til að losa sig við það dót sem það þarf ekki á að halda.

Marie Kondo á sér marga aðdáendur, meðal annars fólk sem hefur sérhæft sig í speki hennar og miðlar henni áfram.

Erin Mursch er ein þeirra en hún starfar sem sérstakur Marie Kondo ráðgjafi. Undir venjulegum kringumstæðum myndi hún heimsækja skjólstæðinga sína en vegna kórónuveirufaraldursins aðstoðar hún nú fólk í gegnum fjarfundarforritið Zoom.

- Auglýsing -

Mursch segir frá vinnunni sinni í viðtali við Business Insider, þar greindir hún frá að hún hefur hjálpað yfir 100 viðskiptavinum sínum að útrýma óreiðu og drasli heima hjá sér og að losa sig við dót sem veitir þeim enga ánægju. Í viðtalinu lýsir hún hefðbundnum degi í lífi sínu.

Hún segir frá því að líf hennar hafi tekið stakkaskiptum að leið og hún kynntist tækni Kondo og nýtti hana til að taka eigið heimili í gegn árið 2015. Hún segir að hennar helsta markmið í lífinu sé að lifa innihaldsríku lífi og að að stoða skjólstæðinga sína að gera slíkt hið saman.

Fyrir og eftir myndir af bókahillu hjá einum skjólstæðing Mursch sem hún aðstoðaði í gegnum Zoom.

- Auglýsing -

Mursch segir helsti áskorunina í starfi sínu vera þá að kenna fólki að losa sig við hluti sem hafa tilfinningalegt gildi en þjóna engum tilgangi lengur, það getur borið fólk ofurliði.

Lestu viðtalið við Mursch hérna.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -