Hneykslaði almenning, sérstaklega í Bandaríkjunum

Deila

- Auglýsing -

7 athyglisverðar staðreyndir um Henri Matisse.

Henri Matisse.

Matisse (1869-1954) var einn áhrifamesti listmálari 20. aldarinnar í París og raunar í Evrópu allri. Hann fæddist í Le Cateau, Picardy, í Frakklandi og tilheyrði post-impressionisma og fauvisma en hann var einn af brautryðjendum síðarnefndu stefnunnar. Matisse var einstaklega mikill og góður teiknari en þekktastur var hann fyrir líflega notkun á litum. Hann fylgdi kenningu Cézanne um að ekki væri hægt að endurskapa ljós í myndlist nema í gegnum liti og sést það sést vel í verkum hans.

1. Matisse var menntaður lögfræðingur og starfaði um tíma sem slíkur.

2. Hann fékk áhuga á myndlist um tvítugt þegar hann lá veikur í alllangan tíma og móðir hans færði honum málningu og pensla sér til dægrastyttingar í veikindunum. Síðar lærði hann í Académie Julian og í École des Beaux-Arts í París.

3. Þegar hann hætti í listnáminu árið 1892 fór hann að vinna hjá Gustave Moreau sem var málari sem aðhylltist symbólisma. Þar blómstraði hann og fékk útrás fyrir tilraunahneigð sína.

„Ég mála ekki hluti. Ég mála bara mismuninn á milli hluta.“
– Henri Matisse

4. Pablo Picasso og Matisse hittust í fyrsta sinn árið 1906 og urðu vinir fyrir lífstíð en þeir voru líka keppinautar í listinni og ögruðu hvor öðrum. Þeir fengu hugmyndir að verkum hvor hjá öðrum og mætti nefna að Blue Nude var Picasso innblástur að einu af hans frægasta málverki, Les Demoiselles d´Avignon.

5. Notkun sterkra lita í verkum Matisse hneykslaði almenning, sérstaklega í Bandaríkjnum þar sem sumum þótti verk hans móðgandi og vansæmandi. Árið 1913 þegar Blue Nude-myndin var sýnd í Chicago, tóku nokkrir nemar í The Art Instidude sig til og brenndu eftirlíkingu af verkinu.

6. Heimsstyrjaldirnar höfðu djúp áhrif á Matisse, í heimsstyrjöldinni fyrri notaði hann mun dekkri og drungalegri liti en hann hafði áður gert. Dóttir málarans var í frönsku andspyrnuhreyfingunni en hún var pyntuð af Gestapo og sendi í útrýmingarbúðir í Ravensbrück en sprengjuárás bandamanna tafði lestarförina og hún slapp.

„Alls staðar eru blóm fyrir þá sem vilja sjá þau.“
– Henri Matisse

7. Síðustu æviárin var Matisse bundinn við hjólastól og átti erfitt með að mála. Hann tók þá upp á því að gera klippimyndir. Hann notaði svo langt prik til að raða myndum saman en þessa aðferð kallaði hann „painting with scissors“ eða málað með skærum.

- Advertisement -

Athugasemdir