Hönnunarskólinn – í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands

Deila

- Auglýsing -

Fyrir hönnuði framtíðarinnar.
Hönnunarskólinn er samstarf Klifsins – skapandi fræðsluseturs og Hönnunarsafns Íslands. Þar gefst ungum ungum listunnendum tækifæri á að spreyta sig og fá innsýn inn í heim og aðferðafræði hönnuða.

„Í gegnum samtöl, skissur og frumgerðir gefst innsýn inn í það hvað felst í því að vera arkitekt, spilahönnuður, vöruhönnuður, fatahönnuður og matarhönnuður.
Sjö hönnuðir koma að kennslu á námskeiðinu sem er byggt þannig upp að í fyrstu tvö skiptin er unnið arkitektaverkefni, næstu tvö spilahönnunarverkefni og þannig koll af kolli.”

Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 13-16 ára og hefst 24. september n.k. og stendur yfir í tíu vikur, kennt er í Hönnunarsafni Íslands.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Klifsins.

 

- Advertisement -

Athugasemdir