2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hrár veggurinn fær að njóta sín í eldhúsinu

  Við fallega götu vestur í bæ búa þau Hanna Soffía Skeggjadóttir og Kristinn Ingi Halldórsson í tæplega 100 fermetra íbúð. Þegar þau Hanna og Kristinn tóku eldhús íbúðarinnar í gegn ákváðu þau að leyfa hráum vegg að njóta sín og útkoman er skemmtileg.

  Veggurinn setur skemmtilegan svip á íbúðina.

  Eldhúsið vekur sérstaka athygli en þar fær setur grár veggur sterkan svip á rýmið.

  „Kristinn fór með slípirokk yfir vegginn og tók af gömlu málninguna og veggurinn kom svona skemmtilega út. Okkur langaði að halda þessu svona, en það sést alveg hvar var sparslað en okkur finnst þetta sjarmerandi. Við settum síðan efni yfir til þess að veggurinn myndi halda sér. Ef ég þekki sjálfa mig rétt mun ég svo einhvern tíma mála yfir þetta, ég skipti mjög oft um skoðun,“ segir Hanna við og brosir.

  Borðplata úr kvartsteini setur punktinn yfir i-ið.

  AUGLÝSING


  Þau höfðu ákveðnar hugmyndir um það hvernig eldhúsið ætti að vera og vildu opna það betur. „Við létum borðplötuna ná vel út fyrir skápana svo við gætum setið við borðið hér í staðinn fyrir að hafa sérborðkrók. Borðplatan er úr kvartsteini og þolir allt – hún gerir mikið fyrir eldhúsið að okkar mati en innréttinguna fengum við í IKEA.“

  Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla má lesa viðtalið við Hönnu í heild sinni og skoða fleiri myndir af sjarmerandi heimili hennar og Kristins.

  Myndir / Hallur Karlsson

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is