2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

    Hugmyndir fyrir svefnherbergið: Lýsing, litatónar og laglegur textíll

    Við verjum stórum hluta ævinnar í svefnherberginu og því er mikilvægt að skapa notalegt andrúmsloft í rýminu sem vel er hægt að gera með einföldum og ódýrum hætti. Lýsing getur skipt sköpum, notaleg og stillanleg birta.

     

    Að mála einn vegg í dekkri lit gefur rýminu hlýlegt yfirbragð og eins eru veggfóður að koma sterk inn. Hægt er að komast ansi langt með fallegum rúmfötum og öðrum vefnaði, mjúkum mottum, góðum híbýlailmi og almennu skipulagi.

    Hér er að finna nokkrar góðar hugmyndir fyrir svefnherbergið.

    Fallegur textíll og mjúkir litatónar eru hér ríkjandi en sérfróðir segja að betri nætursvefn fáist í rýmum sem máluð eru í blátóna, grátóna og í öðrum dempuðum litum. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

    AUGLÝSING


    Mottur, plöntur og vefnaður á vefnað ofan – þetta er allt í smáatriðunum. Mynd/Johan Vancutsem

    Leyfðu fallegum flíkum og smáhlutum að njóta sín. Hlýleg birtan og bitarnir í loftinu setja punktinn yfir i-ið. Mynd/Hákon Davíð Björnsson

    Rómantískt – púðar, veggskraut og vel valdir antíkmunir geta gefið rýminu einstakan svip. Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

    Ekki missa af þessum

    Annað áhugavert efni

    Nýjast á Mannlíf.is