Hús og híbýli er komið út – fjölbreytt og fallegt að vanda

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt tölublað Húsa og híbýla var að koma í verslanir. Blaðið er sérlega fallegt og í því er að finna fjölbreyttar greinar um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Forsíðumyndin er úr einstaklega töff húsi í Gálgahrauni sem Dóra Björk Magnúsdóttir hannaði af mikilli smekkvísi en þar blandar hún saman náttúrulegum litum á nútímalegan hátt.

 

Nokkrar greinar um lítil rými og ódýrar lausnir er að finna í blaðinu ásamt tveimur innlitum í ólíkar litlar íbúðir og hvað beri að hafa í huga við hönnun á litlum rýmum, einnig eru tillögur að ódýrum lausnum. Arkitektarnir Hulda Jónsdóttir og Katrín Ísfeld sitja fyrir svörum og fara í gegnum hvað þurfi að hafa í huga þegar lítil rými eru hönnuð.

Hugmyndir fyrir lítil rými.

Töff myndir úr nýrri verslun Bioeffect sem staðsett er í sögufrægu húsi í Hafnarstræti sem Basalt sá um að hanna í samvinnu við Sóleyju Þórisdóttur en hún er yfirhönnuður fyrirtækisins. Einnig er að finna áhugavert viðtal við framsækinn málara sem málar mynstur og marmaraáferðir.

Ný verslun Bioeffect í miðbæ Reykjavíkur.

Póstkortið, hannað af grafíska hönnuðinum Helgu Valdísi Árnadóttur, endurspeglar á skemmtilegan hátt samfélagið um þessar mundir. Einnig heimsækjum við fagurkerana Anitu Sif og Þórð Svansson en þau sérsmíðuðu hús fyrir sig árið 2014. Þetta og margt, margt fleira er að finna í þessu áhugaverða blaði.

Fallegt innlit í Vestmannaeyjum

Kaupa blað í vefverslun

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -