Hús og híbýli velur lit júlímánaðar

Paradís er litur júlímánaðar.

 

Að þessu sinni féllum við hér á ritstjórn Húsa og híbýla algerlega fyrir þessum fallega bláa lit sem ber heitið Paradís.

Liturinn er hlýr þrátt fyrir að vera blár en hann er með vott af gráum tóni sem gefur honum dýpt. Þetta er litur sem passar í mörg rými, við sjáum hann vel fyrir okkur í stofunni, svefnherberginu, borðstofunni eða í baðherberginu, svo dæmi séu tekin. Litir sem passa vel með Paradís eru svart, hvítt og flestir viðartónar en einnig fer hann vel með sinnepsgulu, kopar og messing.

Þar sem liturinn er einkar fallegur með ýmsum viðartónum og brúnu þá er hann tilvalinn á einhverja veggi í sumarbústaðnum. Paradís fæst í Byko.

AUGLÝSING


Liturinn er með vott af gráum tóni sem gefur honum dýpt.

Myndir / Byko

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is