• Orðrómur

Húsið byggt af einum manni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í háreistu sumarhúsi undir Brekkufjalli hafa framkvæmdaglöð hjón komið sér upp fallegum íverustað. Frá veginum fangar tignarlegt húsið efst í hlíðinni strax augu blaðamanns og ljósmyndara. Sumarhús hafði lengi aðeins verið draumur þegar þau eignuðust hús sem átti að rífa.

 

Myndir / Hallur Karlsson

Þau rifu húsið niður og settu efnið í gám sem þau komu fyrir á lóðinni þegar þau höfðu keypt hana. Stórbrotið útsýni er í allar áttir og í góðu skyggni blasir Snæfellsjökullinn við út um stofugluggann. Fyrir aftan húsið stendur Brekkufjall, nánast þverhnýpt með oddhvassa tinda sem í hvín, í vindi, líkt og spilað sé á greiðu. Húsið er byggt á sem hagkvæmastan máta úr efnivið sem féll til héðan og þaðan.

Myndir / Hallur Karlsson

Hjónin keyptu landið 2006 og árið 2009 byrjuðu þau að leggja grunn að húsinu. „Árið 2015 fór þetta svo að verða íbúðarhæft. Þá var annað svefnherbergið orðið klárt, en fyrst vorum við með hjólhýsi hérna fyrir utan.“

Myndir / Hallur Karlsson
- Auglýsing -

Annar húsráðandinn er smiður og smíðaði hann bústaðinn meira og minna sjálfur.„Sumarhúsið er byggt af einum manni sem mér finnst mjög merkilegt að undanskilinni aðstoð frá rafvirkja og pípara. Byggingarefnið er að mestu eitthvað sem kemur úr gámum af byggingarsvæðum eða efni sem aðrir ætluðu að henda. Gluggarnir eru úr efni sem féll til við byggingu á Slippnum eða Hotel Marina eins og staðurinn heitir í dag, sem við fengum að hirða, það sama á við um einangrunina. Klæðningin utan á húsinu er héðan og þaðan og tvær útidyrahurðir og innihurðirnar og hurðarhúnarnir líka.“ Það er óhætt að segja að þau hjónin hafi góðan smekk fyrir fallegum efniviði og séu lagin við að koma auga á möguleika á nýtingu.

Myndir / Hallur Karlsson

Innlitið í heild sinni birtist í 8. tbl. Húsa og híbýla 2019.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -